fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Fréttir

Aníta fékk viðbjóðsleg skilaboð frá Ísraelsmanni: „Ég held að barnið þitt yrði drepið í Palestínu“

Hjálmar Friðriksson
Mánudaginn 20. maí 2019 15:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þér er boðið til Ísrael ásamt barninu þínu. Barnið þitt elskar Ísrael og gyðinga. Ég held að barnið þitt yrði drepið í Palestínu.“

Svo hljóða skilaboð sem Aníta Arndal fékk frá ísraelskum manni sem kallar sig josef_biton á Instagram. Svo virðist sem það eina sem Aníta hafi gert til vekja þessi viðbrögð hafi verið að styðja Hatara og baráttu Palestínumanna á sínu eigin Instagram. Aníta er að öðru leyti ekkert tengd Hatara.

Josef þessi gekk þó enn lengra og byrjaði að fótósjoppa myndir af börnum Anítu. „Hann tók mínar eigin myndir og setti inn á Instagram story hjá sér, af börnunum mínum. Mjög ógnvekjandi,“ segir Aníta í samtali við DV.

Hún segist ekki hafa hugmynd um hvernig þessi maður fann aðgang hennar. „Kannski er hann að fylgja Hatara, sem endurpóstaði myndinni sem ég setti á sitt Instagram. Er bara smá í sjokki yfir þessu fólki,“ segir Aníta. Auk fyrrnefnds manns sendi annar aðili, lidorshamba, skilaboð þar sem hún var kölluð tík.

Eins og gefur að skilja finnst henni þetta mjög óþægilegt, ekki síst fyrir þær sakir að maðurinn gerði börn hennar að umtalsefni. „Ég fékk mjög mikinn fiðring í magann og þetta er búið að setja smá í mér síðan ég fékk þessi skilaboð. En ég ákvað að blokka þetta strax! Að sjálfsögðu styð ég enn þá Palestínu og Hatara út í eitt og þessi skilaboð geta ekki hrætt mig. Ég er ekki að fara að skipta um skoðun á Ísrael út af svona aumingjum sem senda fólki svona ill orð,“ segir Aníta.

Hér fyrir neðan má sjá skilaboðin

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Guðmundur Ingi útskýrir hvers vegna hann fékk fyrrum þingmann Samfylkingar til að aðstoða sig

Guðmundur Ingi útskýrir hvers vegna hann fékk fyrrum þingmann Samfylkingar til að aðstoða sig
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Húseigandi á Egilsstöðum fær ekki að losna við tjaldstæði á næstu grösum

Húseigandi á Egilsstöðum fær ekki að losna við tjaldstæði á næstu grösum
Fréttir
Í gær

Leiðsögumaður segir kerfið í Reynisfjöru ekki virka – Kolvitlaust veður en aðeins „miðlungshætta“

Leiðsögumaður segir kerfið í Reynisfjöru ekki virka – Kolvitlaust veður en aðeins „miðlungshætta“
Fréttir
Í gær

Ósáttur faðir barns í gámaskóla óttast um forgangsröðun bæjarins – „Enn eitt árið njóta þau ekki allra þeirra kosta sem skólar á Íslandi bjóða almennt upp á“

Ósáttur faðir barns í gámaskóla óttast um forgangsröðun bæjarins – „Enn eitt árið njóta þau ekki allra þeirra kosta sem skólar á Íslandi bjóða almennt upp á“
Fréttir
Í gær

„Þetta snýst þannig séð ekk­ert um kyn­ferðis­lega mis­notk­un á börn­um“

„Þetta snýst þannig séð ekk­ert um kyn­ferðis­lega mis­notk­un á börn­um“
Fréttir
Í gær

Vel heppnuð árás Úkraínumanna á helstu gasstöð Rússa

Vel heppnuð árás Úkraínumanna á helstu gasstöð Rússa