fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
Fréttir

Uppátæki Hatara kom Gísla Marteini ekki á óvart – Óttaðist verri uppákomur

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 19. maí 2019 12:31

Gísli Marteinn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðbrögðin við uppátæki Hatara voru ekki mikil í keppnishöllinni, að sögn Gísla Marteins Baldurssonar, sem var kynnir í útsendingu RÚV frá keppninni. Gísli Marteinn var í viðtali í Silfrinu vegna málsins. Eins og flestir vita héldu hljómsveitarmeðlimir á lofti heimatilbúnu palestínskum fánum rétt fyrir lok útsendingar. Gísli segir að einhverjir hafi púað á Hatara fyrir tiltækið en margir listamenn hafi komið til Hatara og hrósað þeim fyrir þetta framtak.

Gísli tók fram að RÚV hafi verið fullkomlega ókunnugt um þetta. Hins vegar hafi þetta ekki komið á óvart:

„Ég held að raunverulega hafi það ekki komið neitt svakalega á óvart að Hatari hafi gert eitthvað með þessum hætti. Ég segi fyrir mig að ég óttaðist alveg að það gæti komið eitthvað sem væri alvarlegra og drægi þyngri dilk á eftir sér en þetta mun gera.“

Gísli veit ekki hvaða afleiðingar uppákoman hefur. RÚV styðji ekki að reglur keppninnar séu brotnar. Hins vegar hefur Gísli samúð með afstöðu Hatara enda sé það ekki ópólitísk ákvörðun að halda keppnina í Ísrael.

Gísli segist ekki vita hverjar afleiðingarnar verða en það eigi að vera hægt að ræða málið við yfirstjórn keppninnar og komast hjá mjög alvarlegum afleiðingum. Enn hefur Gísli ekki heyrt neitt um refsiaðgerðir, eins og t.d. þær að meina Íslandi þátttöku á næsta ári. Gísla þykir þó fremur hæpið gripið verði til harkalegra aðgerða. Ljóst hafi verið frá upphafi að Hatari væri mjög pólitískur hópur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Þorsteinn sendir Snorra væna pillu: „Hoppar í drullupollum með frægustu ofbeldismönnum landsins“

Þorsteinn sendir Snorra væna pillu: „Hoppar í drullupollum með frægustu ofbeldismönnum landsins“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Guðmundur Ingi útskýrir hvers vegna hann fékk fyrrum þingmann Samfylkingar til að aðstoða sig

Guðmundur Ingi útskýrir hvers vegna hann fékk fyrrum þingmann Samfylkingar til að aðstoða sig
Fréttir
Í gær

Sjóvá kemst ekki lengra með mál þremenninga sem sakaðir voru um tryggingasvik

Sjóvá kemst ekki lengra með mál þremenninga sem sakaðir voru um tryggingasvik
Fréttir
Í gær

Taktík Úkraínumanna hefur áhrif á Evrópuríki og rússneskan almenning

Taktík Úkraínumanna hefur áhrif á Evrópuríki og rússneskan almenning
Fréttir
Í gær

María Sjöfn lagði ríkið fyrir Mannréttindadómstólnum – Kærði sambýlismann fyrir ofbeldi en málið fyrntist

María Sjöfn lagði ríkið fyrir Mannréttindadómstólnum – Kærði sambýlismann fyrir ofbeldi en málið fyrntist
Fréttir
Í gær

„Þetta snýst þannig séð ekk­ert um kyn­ferðis­lega mis­notk­un á börn­um“

„Þetta snýst þannig séð ekk­ert um kyn­ferðis­lega mis­notk­un á börn­um“