Undirskriftasöfnun er hún hafin á Change.org þar sem þess er krafist að Hatara verði vísað úr keppni frá Eurovision, þ.e. að Ísland fái ekki að taka þátt í keppninni á næsta ári, vegna þess uppátækis hljómsveitarmeðlima að veifa borðum með litum palestínska fánans við lok keppninnar í gærkvöld.
Opnað var fyrir undirskriftir kl. 7 í morgun og klukkan 10 voru komnar 1.000 undirskriftir. Íslendingar eru í hópi þeirra sem hafa skrifað undir yfirlýsinguna. Yfirlýsingin er svohljóðandi:
Eftir dásamlegt kvöld þar þar sem ágreiningur var lagður til hliðar og allir sameinuðust í tónlistinni þá sýndi hljómsveitin sem keppti fyrir hönd Íslands mikla vanvirðingu gagnvart stemningunni á svæðinu og gestgjafaþjóðinni, með því að halda á lofti fána Palestínu í beinni sjónvarpsútsendingu. Eftir slíka vanvirðingu gagnvart Ísrael þá krefjumst við undirrituð þess að Íslandi verði meinuð þátttaka í keppninni á næsta ári.
Einn sem skrifar undir, Paulo Massana, segir:
„Við samþykkjum ekki gyðingaandúð í okkar landi.“
Klukkan 10:30 voru undirskriftirnar komnar vel á 12. hundraðið.
Uppfært kl. 11:30
Undirskriftirnar eru nú rúmlega 1500
Uppfært kl. 12:45
Undirskriftirnar eru nú nokkuð yfir 2.000