Klukkan átta í morgun óskaði ung kona í miðbænum eftir aðstoð lögreglu vegna ókunnugs manns sem væri að elta hana og áreita ítrekað á leið hennar til vinnu. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu.
Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar. Þar segir einnig frá því að í miðborgar-eftirlitsmyndavél lögreglu sást þegar maður kýldi annan mann. Þetta var klukkan fimm í morgun. Gerandinn var handtekinn en áverkar eru taldir minniháttar.