Matthías Tryggvi Haraldsson í Hatara segist telja að Hatari hafi brotið reglur Eurovision með því að veifa palenstínska fánanum á úrslitakvöldinu í gærkvöld en það gerðist seint í stigagjöfunni.
Þetta kemur fram á RÚV. Segist Matthías telja það þversögn að segja keppnina ópólitíska þegar hún væri haldin á þessum stað, í Ísrael. Matthías segir að andrúmsloftið í græna herberginu hafi breyst eftir uppátæki Hatara. Aðrir hefðu ýmist hrósað þeim eða fordæmt þau fyrir uppátækið.