Matthías og Hatari voru í viðtali í gær við hinn risastóra þýska miðil Bild. Fremur sjaldgæft er að Bild birti fréttir frá Íslandi. Í myndbandi sem fylgir fréttinni talar Matthías á býsna góðri þýsku um ömmu sínu, Elenóru, sem er þýsk, „Hún er 83 ára gömul og við elskum hana mikið. Amma er með hjartað á réttum stað og gerir líka bestu „Bratwurst“ (steikarpylus) sem fyrirfinnst á Íslandi.“
Í fréttinni segir að hinir hörðu íslensku rokkarar í Hatara séu mjúkir undir niðri, sérstaklega þegar þeir tali um ömmu sína. Í fréttinni segir að þeir félagar búi nálægt hvor öðrum á Íslandi og Klemens sé þegar orðinn fjölskyldufaðir, hann eigi eina dóttur.