fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Fréttir

Er Hatari í hættu? – Lögreglan í Ísrael skoðar málið – Mattías – „Óhugnanlegt“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 10. maí 2019 12:00

Meðlimir sveitarinnar segja alla sem stíga á sviðið í keppninni brjóta reglur hennar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hljómsveitinni Hatara hafa borist fjöldi hótana og haturspósta. Skipuleggjendur Eurovision taka málið það alvarlega að lögreglan í Ísrael er með það á sínu borði. Þetta kemur fram í viðtali við hljómsveitina í Reykjavík Grapevine.

Í viðtalinu segir Klemens að lögregla hafi kannað málið. „Skipuleggjendur Eurovision létu lögregluna kanna hvort það væri meiri hætta af þátttöku okkar en annarra tónlistamanna í keppninni,“ segir Klemens.

Sjá einnig: Allt á suðupunkti í Ísrael vegna Hatara: „Eitrum matinn þeirra ef þeir eru í Ísrael“

Mattías bætir við þetta: „Eitt af því sem þeir báðu okkur um að gera var að safna saman öllum hótunum sem okkur hefur borist. Við fórum því í kommentakerfi frétta um okkur í ísraelskum fjölmiðlum. Til að mynda Jerusalem Post, þar eru mjög óhugnanlegar athugasemdir. Ég elska samt Haaretz. Ég gerðist áskrifandi þeirra í síðasta mánuði,“ segir hann.

DV hefur áður fjallað um hrollvekjandi hótanir í garð Hatara í athugasemdarkerfum ísraelskra fjölmiðla. Í athugasemdum við frétt um að hljómsveitin hafi skorað forsætisráðherra Ísraels, Benjamin Netanyahu, á hólm í glímu mátti finna mjög gróf ummæli. „Eitrum matinn þeirra ef þeir eru í Ísrael,“ skrifaði til að mynda einn maður.

Hatari býr sig nú undir keppnina sjálfa en sveitin stígur á svið í undanriðlinum á þriðjudag. Sjálft úrslitakvöldið fer svo fram á laugardag. Hatara hefur verið spáð góðu gengi hjá veðbönkum og spá flestir því að sveitin verði í einu af tíu efstu sætunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur sneri við úrskurði héraðsdóms í Hraðbankamálinu og sakborningur fer í gæsluvarðhald

Landsréttur sneri við úrskurði héraðsdóms í Hraðbankamálinu og sakborningur fer í gæsluvarðhald
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lýsa yfir hungursneyð á Gaza

Lýsa yfir hungursneyð á Gaza
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta eru tíu tekjuhæstu Íslendingarnir á síðasta ári – Fengu samtals um 30 milljarða

Þetta eru tíu tekjuhæstu Íslendingarnir á síðasta ári – Fengu samtals um 30 milljarða