fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Fréttir

Ekkert verður gert vegna skrifa DV um IHS: „Starfsandi er með ágætum“ – Ásakanir um einelti og niðurlægjandi framkomu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 9. maí 2019 20:12

Frá vinstri: Sigurður Pétursson formaður stjórnar, Bragi Axelsson forstöðumaður IHS á Ísafirði og Jón Ingvar Pálsson forstjóri IHS.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórn Innheimtustofnunar sveitarfélaga sér ekki ástæðu til að aðhafast neitt í tilefni skrifa DV um starfsemi stofnunarinnar. Þetta kemur fram í svari formanns stjórnar stofnunarinnar við fyrirspurn DV. Á undanförnum vikum hefur DV birt tvær úttektir í prentútgáfu miðilsins sem hafa orðið að um tíu netfréttum á dv.is þar sem raktar eru ýmsar ávirðingar í garð stofnunarinnar og yfirmanna hennar.

Í þessum greinum er meðal annars að finna ásakanir um einelti, ógnarstjórnun og kúgunartilburði á vinnustaðnum. Enn fremur ásakanir um niðurlægjandi framkomu við meðalagsgreiðendur og að stofnunin fari offari og jafnvel á svig við reglur í innheimtu meðlagsskulda. Ennfremur er að finna frásögn um óeðlileg viðbrögð forstjóra stofnunarinnar við niðurstöðum starfsánægjukönnunar hjá fyrirtækinu.

Sumar ásakanir í greinunum eru ósannaðar á meðan aðrar teljast fullsannaðar. Rétt er að hafa í huga að stofnuninni er ekki heimilt að svara um mál einstakra starfsmanna né einstakra meðlagsgreiðenda.

DV sendi Sigurði Péturssyni, formanni stjórnar IHS, eftirfarandi fyrirspurn:

Sér stjórn Innheimtustofnunar ástæðu til að bregðast með einhverjum hætti við fréttaflutningi DV? Svo sem með rannsókn á starfsháttum, áminningum til stjórnenda eða einhverjum öðrum hætti sem viðeigandi þykir? Enn fremur: Sér stjórnin ástæðu til að kanna sérstaklega vinnubrögð og framgöngu í starfi hjá forstöðumanni stofnunarinnar á Ísafirði, Braga Axelssyni, en afar margar kvartanir og ásakanir beinast að honum?

Svar Sigurðar er eftirfarandi:

Starfsemi Innheimtustofnunar sveitarfélaga gengur vel og starfsandi er með ágætum. Stjórnendur og starfsfólk vinna störf sín af fagmennsku og samviskusemi, oft undir miklu álagi. Sem stjórnarformaður tel ég að nýleg umfjöllun DV gefi ekki tilefni til viðbragða af hálfu stjórnar.

 

Hér að neðan eru skrif DV um málefni IHS í heild, sett fram í tveimur greinum:

Fyrrverandi starfsfólk sakar Innheimtustofnun um ógnarstjórnun

Innheimtustofnun sveitarfélaga sökuð um niðurlægjandi framkomu í garð meðlagsgreiðenda

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fimm ára drengur nærri drukknaður á Tenerife

Fimm ára drengur nærri drukknaður á Tenerife
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Landsvirkjun ásælast Þjórsárver eins og Rússar Úkraínu

Segir Landsvirkjun ásælast Þjórsárver eins og Rússar Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”