fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
Fréttir

Gunnar Jóhann játar að hafa orðið bróður sínum að bana en segir það hafa verið slys

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 1. maí 2019 18:12

Gunnar Jóhann Gunnarsson - mynd með FB-færslu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Jóhann Gunnarsson, sem talinn er hafa orðið hálfbróður sínum, Gísla Þór Þórarinssyni, að bana um síðustu helgi með byssuskoti, neitar því að um ásetningsbrot hafi verið að ræða og segir atburðinn hafa verið slys. Hann neitar því að hafa komið að heimili Gísla Þórs með þann ásetning í huga að verða honum að bana.

Þetta kemur fram í frétt RÚV en fréttastofan ræddi við verjanda Gunnars Jóhanns. Gunnar Jóhann var yfirheyrður af lögreglu í morgun og gaf þá framburð í samræmi við þetta. Gunnar Jóhann er 35 ára gamall, en hálfbróðir hans, Gísli Þór, var fertugur. Atburðurinn átti sér stað í smábænum Mehamn í Finnmörku í Noregi um síðustu helgi. Þessi framburður Gunnars Jóhanns er í samræmi við Facebook-færslu sem hann birti rétt eftir atburðinn, þar sem hann játaði að hafa orðið hálfbróður sínum að bana, en sagði það hafa verið slys. Hann hefði óvart hleypt skoti af.

32 ára gamall Íslendingur var í för með Gunnari Jóhanni að heimili Gísla Þórs, Almar Smári Ásgeirsson. Hann neitar allri hlutdeild í glæpnum. Samkvæmt frétt DV í gær trúir fjölskylda hans á sakleysi hans. Þar kemur einnig fram að samkvæmt norskum fjölmiðlum var Almar Smári með Gunnari Jóhanni í fimm tíma eftir voðaatburðinn.

Gunnar Jóhann á að baki langan sakaferil á Íslandi. Hann hefur meðal annars verið dæmdur fyrir nauðgun og ofbeldisbrot.

 

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Valdimar Leó rifti ráðningarsamningi við Virðingu og er ekki undir rannsókn Samkeppniseftirlitsins

Valdimar Leó rifti ráðningarsamningi við Virðingu og er ekki undir rannsókn Samkeppniseftirlitsins
Fréttir
Í gær

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu

Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu