fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Fréttir

Handtekin á stolinni bifreið með röng skráningarnúmer – Braut gegn nálgunarbanni

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 26. apríl 2019 06:45

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðdegis í gær var parið handtekið í Hlíðarhverfi í Reykjavík en það var á bifreið sem var með mismunandi skráningarmerki að framan og aftan. Parið er grunað um að hafa stolið bifreiðinni, að hafa ekið henni undir áhrifum fíkniefna, að hafa ekið án ökuréttinda, að hafa ekið svipt ökuréttindum og vörslu fíkniefna.  Það var vistað í fangageymslu vegna rannsóknar málsins.

Á sjötta tímanum í gær var maður í annarlegu ástandi handtekinn í stigagangi fjölbýlishúss í Breiðholti. Hann er grunaður um brot á nálgunarbanni og var vistaður í fangageymslu vegna rannsóknar málsins.

Á öðrum tímanum í gær var tilkynnt um innbrot í hús í Mosfellsbæ. Þar hafði mikið verið rótað og verðmætum stolið. Gluggi hafði verið brotinn upp til að komast inn í húsið.

Á áttunda tímanum í gærkvöldi var maður handtekinn í Mosfellsbæ grunaður um líkamsárás og eignaspjöll. Hann var vistaður í fangageymslu.

Fimm ökumenn voru handteknir í gærkvöldi og nótt grunaðir um að vera undir áhrifum fíkniefna. Tveir ökumenn voru handteknir grunaðir um ölvun við akstur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Munaði hálfum sentimetra að hundur klóraði í auga dóttur Kristínar – „Ég vil ekki að þetta komi fyrir önnur börn“

Munaði hálfum sentimetra að hundur klóraði í auga dóttur Kristínar – „Ég vil ekki að þetta komi fyrir önnur börn“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“