fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Þetta eru þær 10 þjóðir sem eiga mest af gulli

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 25. apríl 2019 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 2018 jókst sala á gulli gífurlega, en hún hafði ekki verið eins mikil í næstum því hálfa öld. Það virðist ætla að halda áfram árið 2019. Hér að neðan er hægt að sjá hvaða 10 þjóðir eiga mest af gulli í heiminum samkvæmt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum en Business Insider tók saman.

Gull er meðal mikilvægustu eigna þjóða enda og oftar en ekki stór hluti af gjaldeyrisforða þeirra.

  1. Indland

Það hægist á alþjóða-efnahagi og þar af leiðandi hafa margir reynt að fjárfesta í gulli. Indland hefur til að mynda aukið gulleign sína stöðugt frá því í Ágúst. En Indland á 608.7 tonn af gulli

  1. Holland

Holland hefur líka aukið gulleigur sínar, en árið 2014 sagði hollenski seðlabankinn að aukin gulleign hefði góð áhrif á sjálfstraust almennings. Holland á 612,5 tonn af gulli

  1. Japan

Japan á líka ansi mikið gull eða u.þ.b. 765,2 tonn.

  1. Sviss

Mikið er um gull í Sviss, en þeir eiga 1.040 tonn af gulli þrátt fyrir að íbúar landsins séu einungis 8,4milljónir. Það gerir sviss að gullríkasta landi heims miðað við höfðatölu

  1. Kína

Kína hefur einnig aukið gulleigur sínar undanfarna mánuði en þeir eiga 1874,3 tonn af gula málminum.

  1. Rússland

Rússar hafa fjórfaldað gulleigu sína á seinasta áratugnum en hún er komin í 2150,5 tonn.

  1. Frakkland

Á seinasta ári gaf fréttaskrifstofan Reuters út að Frakkar væru farnir að auka magnið og gæðin á gullinu sínu, það hefur heldur betu skilað sér en þeir eru komnir í fjórða sæt listans með 2.436 tonn af gulli.

  1. Ítalía

Þrátt fyrir að framtíð gulls sé óljós hjá Ítölunum þá ná þeir samt þriðja sæti listans, en Rómarborg lagði til á dögunum að gull ríkisins yrði selt almenningi. Hvað sem öllum vangaveltum líður eiga Ítalir 2.451 tonn af gulli

  1. Þýskaland

Þýskaland eyddi milljörðum af Bandaríkjadollurum í gull árið 2017 en það hefur greinilega skilað þeim öðru sætinu á þessum lista. En Þjóðverjar eiga í dag 3.369.7 tonn af gulli.

  1. Bandaríkin

Bandaríkin eiga langmest gull, en þau eiga sem dæmi meira en annað og þriðja sætið á þessum lista til samans. Gullforði Bandaríkjanna er hvorki meira né minna en 8.133 tonn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“