fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Martin Stephenson á Íslandi: „En þá sagði ég: Bíddu hann er ekkert dáinn“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 25. apríl 2019 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

 

Tónlistarmaðurinn Martin Stephenson heldur tónleika á Dillon í kvöld klukkan 19. Á viðburði tónleikanna segir:

„Martin er sennilega best þekktur hér á landi fyrir plöturnar „Boat To Bolivia“ frá 1986 og „Gladsome Humour and Blue“ frá 1988 sem hann gaf út með hljómsveitinni Daintees. Lagið „There Comes A Time“ af þeirri seinni er sennilega hans þekktasta lag, en Martin hefur einmitt verið að halda upp á 30 ára útgáfuafmæli plötunnar með hljómleikaröð á Bretlandi.“

Valgarð  Guðjónsson, úr hljómsveitinni Fræbblunum, er einn þeirra sem standa að tónleikunum. Í samtali við blaðamann sagði hann að Martin sé einn af hans uppáhalds tónlistarmönnum í gegnum tíðina.

„Að einhverju leiti minnir hann á Elvis Costello,“ sagði Valgarð. Hann segir að tónlist Martins sé undir áhrifum frá mörgum mismunandi tónlistarstefnum. Þjóðlaga-, nýbylgju- og jafnvel leikhústónlist svo aðeins séu nokkur dæmi tekin. „Þetta kemur úr öllum áttum en hann einhvern veginn sýður þetta saman.“Martin hefur spilað tónlist í yfir fjörutíu ár og er enn að gefa út nýja tónlist, nú síðast plötuna Thomasina sem kom út í haust.

„Við hlustuðum mikið á hann í kringum 1990. Einhverra hluta vegna er hann alltaf á spilunarlista hjá okkur. Einhvern tímann vorum við hjónin að fara upp í sveit og þá poppa upp nokkur lög með honum. Þá segir hún við mig: Mikið svakalega á hann mikið af góðum lögum þessi, verst að við skildum ekki sjá hann áður en hann dó. En þá sagði ég: Bíddu hann er ekkert dáinn. Þá fórum við að velta því fyrir okkur að ef hann væri ekki dáinn þá þyrftum við að sjá hann. Við sáum að hann væri ekki mikið að spila en komumst svo að því að hann væri að spila í Edinborg fyrir jólin. Þannig við fórum út. Þetta voru alveg frábærir tónleikar og við fórum eitthvað að spjalla við hann.“

Þau spurðu hann hvort hann setti það fyrir sig að spila á fámennum tónleikum í litlu landi. Það stóð ekki á svörum. „Jú ég spila alveg fyrir 30 manns“

Martin spilar lög sem að sögn Valgarðs, eru frekar lágstemmd. Það kom þeim því skemmtilega á óvart hvað Martin er skemmtilegur og lifandi þegar hann „segir frá lögunum, hvað er að baki þeim, hvernig þau urðu til og þess háttar.“

Martin spilar vanalega með hljómsveit sinni the Daintess, en í þetta skiptið er hann einn á ferð. Ef vel heppnast væri þó líklega hægt að fá hann og hljómsveit hans hingað til að spila á hátíðum.

Eins og áður segir eru tónleikarnir í kvöld á veitingastaðnum Dillon Laugavegi. Húsið opnar kl 19 og það er 20 ára aldurstakmark.

Hægt er að nálgast miða á viðburðinn hér

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala