fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Efling enn í stríði fyrir „Grátandi Rúmenann“ – Í athugun að kæra Menn í vinnu til lögreglu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 24. apríl 2019 20:16

Grátandi Rúmeninn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stéttarfélagið Efling ber starfsmannaleiguna Menn í vinnu enn þungum sökum vegna málefna erlendra verkamanna sem störfuðu hjá leigunni en málið hefur í seinni tíð verið kennt við „Grátandi Rúmenann“. Í nýrri fréttatilkynningu um málið segir að til athugunar sé að kæra Menn til vinnu til lögreglu. Á síðasta ári var fjallað um málefni starfsmannaleigunnar í sjónvarpsþættinum Kveikur á RÚV en leigan komst aftur í sviðsljósið í febrúar síðastliðnum er Stöð 2 birti viðtal við rúmenska verkamenn sem sökuðu leiguna um að brjóta á sér og sögðust ekki fá nein laun auk þess sem þeim væri hótað ofbeldi.

Vinnumálastofnun, Efling og ASÍ báru starfsmannaleiguna þungum sökum og var hún sökuð um þrælahald og umfangsmikla brotastarfsemi. DV hefur kafað nokkuð ofan í málið og neðst í þessari frétt eru tenglar á fyrri fréttir um það. Í stuttu máli benti margt til þess að gögn sem Menn í vinnu tefldi fram og ættu að sýna að launagreiðslur til erlendra verkamanna frá leigunni væru eðlilegar, stæðust skoðun.

Á föstudaginn langa fagnaði Halla Rut, forsvarsmaður leigunnar, síðan sigri er henni barst bréf frá Vinnumálastofnun þess efnis að stofnunin myndi ekki aðhafast frekar í máli leigunnar með hliðsjón af gögnum frá henni.

Málið hefur verið til rannsóknar hjá Eflingu síðan í febrúar. Í dag birti Efling síðan fréttatilkynningu á heimasíðu sinni þar sem segir að verið sé að kanna hvort kæra eigi starfsmannaleiguna til lögreglu:

„Lögfræðistofan Réttur sendi bréf fyrir páska á þau fyrirtæki sem keyptu vinnuafl hjá starfsmannaleigunni Menn í vinnu í vetur. Í bréfunum er bent á að samkvæmt keðjuábyrgð beri þau á endanum ábyrgð á launakjörum starfsmanna sinna, hvort sem þeir eru ráðir beint eða fengnir á leigu. Um er að ræða vangoldin laun sem hlaupa alls á milljónum króna.

„Það sem við vonumst til er að þessi fyrirtæki passi sig framvegis á að leigustarfsmenn fái rétt kjör og sæmilega meðferð,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar. „Þeim ber lögbundin skylda til þess, og það er engum til sóma að láta málin enda svona.“

Menn í vinnu komust í fréttir í febrúar þegar starfsmenn fyrirtækisins leituðu til fjölmiðla, stéttarfélaga og lögreglu. Þeir kvörtuðu undan vangoldnum launum, hótunum og  illri meðferð. Félagsþjónustur Kópavogs og Reykjavíkur sáu fyrir þeim tímabundið og lögfræðistofan Réttur var fengin að beiðni Eflingar til að fylgja málinu eftir. Á grundvelli gagna sem Réttur hefur aflað er nú verið að athuga hvort ástæða sé til að kæra starfshætti fyrirtækisins og meðferð mannanna til lögreglu.“

Í greininni er bent á að Menn í vinnu hafi fengið 2,5 milljóna krónu stjórnvaldssekt vegna misræmis milli skráningar starfsmanna hjá Vinnumálastofnun annars vegar og starfsmanna sem greiddu skatt hins vegar.

Þá bendir Efling á að forsvarsmenn Manna í vinnu hafi stofnað nýja starfsmannaleigu sem heiti Seigla ehf. Hvorug þessara ábendinga sannar hins vegar að Menn í vinnu hafi ekki greitt Rúmenunum réttmæt laun.

Enn fremur birtir Efling skjáskot af skilaboðum Höllu Rutar til erlends verkamanns þar sem hún segir að hann fái greiddar 2.200 til 2.500 evrur ef hann standi við sinn hluta samnings en hann fái ekki neitt út af því sem hann er að gera. Í samtali við DV sagði Halla Rut að Efling væri að slíta skilaboðin úr samhengi. Það sem hún hefði átt við væri að ef verkamaðurinn hefði haldið áfram að vinna hjá henni væri hann ekki blankur heldur hefði fengið útborgað.

Halla Rut svaraði hins vegar ekki fyrirspurn DV um nýja starfsmannaleigu, Seiglu, undir nýrri kennitölu.

 

DV sendi í kvöld eftirfarandi spurningar á Eflingu vegna málsins:

  • Er búið sem sagt að finna út að launin voru vangoldin ?
  • Er einhver leið fyrir þá Rúmena sem telja sig eiga inni laun að nálgast upplýsingar um hvort þeir eigi eitthvað inni?
  • Hvenær verður farið með málið á næsta stig svo þeir geti fengið greitt ?
  • Er Efling kannski búin að greiða þeim vangoldin laun sem lán, svipað og VR tilkynnti að þeir gætu gert fyrir félagsmenn þeirra sem misstu vinnuna sína hjá WOW  ?
  • Eru Rúmenarnir sem félagsþjónustan veitti húsaskjól komnir með varanlegt húsnæði/vinnu ?
  • Ef starfsmannaleigan menn í vinnu verður kærð til lögreglu á hvaða grundvelli ? Fjárdráttur, skilasvik ? Hvenær verður útséð um hvort það verði gert ?
  • Þegar þið segið að vinnumálastofnun hafi sektað vegna verulegs misræmis, hversu mikið er verulegt ?
  • Hvað gerir Efling ráð fyrir að þjónusta Réttar muni kosta ?

Eftirfarandi svar barst frá Eflingu:

Bréfin sem Réttur sendi út í síðustu viku eru krafa til þeirra fyrirtækja sem keyptu vinnuafl hjá Mönnum í vinnu. Farið er fram á að þau borgi laun sem Menn í vinnu vangreiddu, í samræmi við lög um keðjuábyrgð. Þessar innheimtur eru fyrsti afrakstur gagnavinnslu stofunnar, en þeirri vinnslu er ólokið.

Eðli málsins samkvæmt er ekki í höndum stéttarfélags að gangast í ábyrgð fyrir atvinnurekendur sem ekki greiða laun. Efling sér hins vegar um að rétta hlut félagsmanna sem hafa verið snuðaðir um kaup og réttindi. Í þessu tilfelli verður það gert með því að nýta lög um keðjuábyrgð. Það er því notendafyrirtækjanna, ekki okkar, að svara hvenær vangreidd laun berast til fólksins sem var rænt þeim.

Lög um keðjuábyrgð eiga að hindra að fyrirtæki nýti sér starfsmannaleigur sem skálkaskjól til að vangreiða laun og svipta starfsfólk réttindum. Vegna reynslu Eflingar af starfsmannaleigunni Menn í vinnu og forvera hennar og eðli málanna sem komu upp í febrúar var ekki talið stætt á öðru en að fá liðsauka lögfræðistofu. Lögfræðistofur kosta að sjálfsögðu peninga, en við teljum þeim vel varið. Til lengdar kemur það öllum félagsmönnum til góða að fyrirtæki sjái að þau geti ekki skýlt sér á bak við starfsmannaleigur þegar kemur að aðbúnaði og launum starfsfólks.

Hvað varðar persónulega hagi starfsfólksins og málefni annarra stofnana, þá er rétt að beina spurningum beint til þeirra.

Menn í vinnu kæra

DV hafa borist stjórnsýsluákærur sem sendar hafa verið út fyrir hönd starfsmannaleigunnar Menn í vinnu og verður nánar greint frá þeim síðar.

 

Sjá einnig:

Halla Rut fagnar sigri

Grátandi Rúmeninn með 440 þúsund á mánuði

Grátandi Rúmeninn stígur fram

Grátandi Rúmenar í nauðungarvinnu

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þorgils vill erfðafjárskattinn burt: „Einhver ranglátasti skattur sem lagður er á í dag“

Þorgils vill erfðafjárskattinn burt: „Einhver ranglátasti skattur sem lagður er á í dag“
Fréttir
Í gær

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð
Fréttir
Í gær

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”
Fréttir
Í gær

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi
Fréttir
Í gær

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Alræmdur glæpamaður laus undan bagga fortíðar í augum dómara -„Ég skal berja og lemja þig alveg eins og harðfisk“

Alræmdur glæpamaður laus undan bagga fortíðar í augum dómara -„Ég skal berja og lemja þig alveg eins og harðfisk“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“