fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Bjóða heimilislausum í páskamat á annan í páskum: „Það hafa margir góðir komið að þessu verkefni“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 17. apríl 2019 16:38

Mynd frá síðasta fundi mæðginanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Búið er að stofna sjóðinn Öruggt skjól í minningu Þorbjarnar Hauks Liljarssonar, betur þekktur sem Tobbi. Tobbi lést í haust eftir að hafa verið á götunni í mörg ár. Móðir hans, Guðrún Hauksdóttir Schmidt, fór í kjölfarið að vekja athygli á stöðu heimilislausra og berjast fyrir betri aðstæðum heimilislausra á Íslandi.  Fyrir jól var reistur minningarveggur Tobba á Lækjargötu þar sem fólki gat lagt heimilislausum lið með því að skilja eftir fatnað eða annað nýtilegt.

Markmið sjóðsins er að vinna að varanlegum úrræðum á þeim vandamálum sem heimilislausir glíma við. Móðir Tobba, Guðrún, er í forsvari fyrir sjóðinn og hefur starfið farið vel af stað.

„Tobbi átti ekki auðvelt líf. Hann lenti í hræðilegu bílslysi árið 1992 og glímdi við afleiðingar þess allt til enda.  Eftir slysið þurfti Tobbi að vera á sterkum lyfjum til að deyfa sársauka, en slíkum lyfjum er afar auðvelt að ánetjast. Þannig hófst barátta Tobba við fíknina. Þegar hann lést hafði hann búið í mörg ár á götunni við slæmar aðstæður.“

Fyrsta verkefni Öruggs skjóls var að gera eitthvað fyrir þá sem eru á götunni og eiga ekkert skjól að leita í, og þar sem páskahelgin er fram undan þótti það góður tími til að hefjast handa.

„Við ætlum að hafa mat fyrir heimilislausa í hádeginu annan í páskum. Það hafa margir góðir komið að þessu verkefni.“

Hjálpræðisherinn leggur sjóðnum til húsnæði sitt í Mjódd fyrir matinn og Fjárhúsið, veitingastaður í Granda Mathöll, býður gestum upp á matinn. Fjárhúsið sérhæfir sig í lambakjöti og gerir bragðgóðan og fallegan mat. Staðurinn er rekinn af Herborgu Svönu Hjelm og Birgi R. Reynissyni og eftir páska verður annar staður opnaður í mathöll Kringlunnar.

Fyrirtækið Grayline sér um að senda rútur niður á Skúlagötu og sækja þá sem vilja koma í matinn. Vífilfell gefur gos með matnum og sjóðurinn er nú að leita til fyrirtækja sem gera ís, til að verða sér út um góðan eftirrétt.

„Svo verður lifandi tónlist því Valborg Ólafsdóttir söngkona og Mikael Tamar Elíasson taka nokkur falleg lög. Við vonum svo bara að sem flestir sem búa á götunni frétti af þessu og við fáum þau til okkar í mat.“

Sjá einnig:

Þorbjörn lést á mánudag

Guðrún missti son sinn

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Í gær

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Í gær

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
Fréttir
Í gær

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum