fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Edda reyndi að stoppa Margréti Muller sem „blóðug slóðin liggur eftir“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 15. apríl 2019 14:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin ástsæla leikkona Edda Björgvinsdóttir segist hafa margreynt að láta fræðsluyfirvöld vita af Margréti Muller og Séra Georg sem bæði misnotuðu ótal börn í Landakotsskóla á síðustu öld. Edda greinir frá þessu í athugasemd við færslu Krumma Björgvinssonar þar sem hann fór yfir það ofbeldi sem hann varð fyrir í Landakotsskóla á árum áður.

Sjá einnig: Krummi lýsir ofbeldi Hjartar sem hvarf af yfirborði jarðar: „Ég hefði hugsanlega barið hann til óbóta“

„Elsku hjartans Krummi frændi hvað þetta hefur verið ömurlegt og hræðileg lífsreynsla. Ég marg reyndi að klaga í fræðsluyfirvöld þegar Róbert var þarna og þessi vonda kerling níddist á öllum börnunum í bekknum hans,“ lýsir Edda.

Sjá einnig: Syndir kirkjunnar: Séra Georg og Margrét misnotuðu börn í áratugi

Hún segir enn fremur að hún hafi neyðst til að taka son sinn úr skólanum. „Það endaði með því að ég tók Róbert úr skólanum á miðjum vetri og ég vorkenni ennþá öllum þeim börnum sem hún hélt áfram að pína. Ég hef aldrei fyrr kynnst fólki sem mér finnst vera hreinlega illgjarnt eins og þessi tvö sem blóðug slóðin liggur eftir,“ skrifar Edda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ákærður fyrir hættulega líkamsárás á Litla-Hrauni

Ákærður fyrir hættulega líkamsárás á Litla-Hrauni
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ákærur yfirvofandi vegna netsölu áfengis

Ákærur yfirvofandi vegna netsölu áfengis
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Fá ekki að skoða tæki manns sem grunaður er um kynferðisbrot gegn dóttur sinni – Segir viðkvæm gögn um stjórnmálaflokk leynast þar

Fá ekki að skoða tæki manns sem grunaður er um kynferðisbrot gegn dóttur sinni – Segir viðkvæm gögn um stjórnmálaflokk leynast þar
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Skagfirðingar lýsa yfir verulegum áhyggjum vegna yfirvofandi breytinga á farsímakerfinu

Skagfirðingar lýsa yfir verulegum áhyggjum vegna yfirvofandi breytinga á farsímakerfinu