fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Krummi lýsir ofbeldi Hjartar sem hvarf af yfirborði jarðar: „Ég hefði hugsanlega barið hann til óbóta“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 15. apríl 2019 09:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég var beittur andlegu og líkamlegu ofbeldi af hálfu Séra Georg, Margréti Müller og af honum Hirti “smíðakennara” þegar ég gekk í Landakotskóla. Það var líka mikið um refsingar og einelti. Ég slapp við kynferðislegt ofbeldi en ég get því miður ekki sagt það sama um öll hin skólasystkin mín þrátt fyrir að Séra Georg reyndi það einu sinni með því að strjúka á mér lærið mjög nálægt klofi mínu með lostafullu augnaráði. Það má segja að ég brást mjög illa við og snögg reiddist en einhverra hluta vegna brást ég ekki eins við þegar hitt ofbeldið átti sér stað.“

Þetta segir listamaðurinn Krummi Björgvinsson í stöðufærslu á Facebook sem hann birti í gær. Þar fer hann yfir það ofbeldi sem hann varð fyrir í Landakotsskóla á árum áður. „Maður bara tók því einsog maður ætti það skilið. Eins fráleitt og það er. Mig grunar að þau hafi verið smeyk við foreldra mína því pabbi var þekktur og virtur af mörgum í þjóðfélaginu. En það stoppaði ekki Margréti eða Georg að slá mann utan undir eða klípa mann mjög fast í handlegginn við minnsta tilefni. Ég tel að börnin sem minna mega sín urðu oftast fyrir barðinu á þeim,“ segir Krummi.

Ofbeldi í smíðatíma

Hann segir enn fremur að sem betur fer þá hafi þau ekki verið upp á sitt versta þegar hann var í skólanum. „Sem betur fer voru Margrét og Séra Georg ekki eins afkastamikil í ofbeldinu á þessum tíma en þau voru á forðum, kannski vegna sökum aldurs og vitundarvakningu fólks gagnvart kynferðislegu ofbeldi gegn börnum. En særandi orðbragð og niðurlæging var daglegt brauð. No pun intended. Ég man sérstaklega eftir einu atviki sem kom upp í smíða kennslu þar sem ég var að segja fyndna sögu við bekkjarsystkini mín, sem ég átti til með að gera því ég naut þess að að gleðja alla í kringum mig og láta fólk hlægja. Þetta fór auðvitað í taugarnar á honum Hirti „smíðakennara”. Hann læddist aftan að mér með gaffer límbands rúllu og byrjaði að líma yfir allt andlitið á mér, flissandi. Mér brá auðvitað og byrjaði að gráta og þá skellti hann upp úr og hló hömlulaust í nokkrar mínútur. Ég reyndi af bestu getu að fjarlægja lím bandið en það reyndist mér erfitt því það reif upp húð og hár en á endanum tókst mér það. Ég var bara ellefu ára polli, sjáðu til,“ lýsir Krummi.

Hjörtur hvarf

Hann segir að atvik sem þessi hafi verið daglegt brauð í Landakotskóla. „Svona uppákomur voru í daglegu lífi nemenda í Landakotskóla. Auðvitað sagði ég móður minni frá þessu og hún gjörsamlega sturlaðist og fór niðrí skóla og lét þau fá það óþvegið og eineltið hætti um stund en svo hófst það aftur stuttu eftir. Ég tók eftir að Hjörtur var greinilega góðvinur Margétar og Georgs og efast ég stórlega um að hann hafi haft kennaramenntun að baki hvað þá kennaraleyfi því hann var látinn gera alls konar „odd jobs” í kringum skólalóðina og hlaupa í skarðið þegar kennarar voru í veikindaleyfi. Ég veit ekki hvort Hjörtur smíðakennari sé enn á lífi en ég reyndi einu sinni, fyrir löngu að hafa uppi á honum en hann virðist hafa horfið af yfirborði jarðar,“ segir Krummi

Krummi segir það hafa verið gott að hann gat ekki fundið þennan mann. „Sem er nú reyndar gott því ég hefði hugsanlega barið hann til óbóta og ég endað í fangelsi. Reiðin var það mikil. Þetta var erfið skólaganga frá 10-12 ára bekk en á sama tíma kynntist ég góðum vinum sem hjálpaði manni mikið í gegnum skólagönguna og áttum við góðar stundir saman inná milli. Ég stundaði einnig hljólabrettaiðkun af miklum krafti á þessum tíma sem hafði mjög góð áhrif á mig. Í dag er ég ennþá smám saman að kljást við reiði og gremju frá þessum árum en tónlistin, konan mín, vinir og fjölskylda hafa hjálpað mér gífurlega mikið að vinna úr þessu. Fæ alltaf vægan sting í magann þegar ég sé ljósmynd af Séra Georg og Margréti Müller eða þegar ég á leið framhjá Landakoti,“ lýsir Krummi.

Séra Georg hlaut fálkaorðuna árið 1994

Kaþólska Kirkjan geti ekki lengur hylmt yfir

Hann sagði sögu sín bæði í DV og MBL fyrir tæplega tveimur árum. „Ég talaði um reynslu mína í fyrsta skipti opinberlega í viðtali við DV og MBL fyrir ekki svo löngu. Það var gott að ræða þetta og ekki finna til skammar. Það er alltaf gott að tala um hlutina í staðinn fyrir að byrgja þá inni. Það má segja að ég slapp vel frá þessu miðað við aðra og fyrir það er ég þakklátur. Núna verður loksins gerð heimildarmynd um Séra Georg og Margrét Müller og þeirra hrottalega framferði gagnvart þolendum og hvað gekk á þarna öll þessi ár og ég tala nú ekki um hylmingu Kaþólsku Kirkjunnar. Löngu tímabært! En ekki hafa áhyggjur af mér. Er mjög lánsamur að eiga gott bakland. Í dag er ég á góðum stað í lífinu. Takk fyrir lesturinn,“ segir Krummi.

Hann bætir því við að lokum að hann skrif þetta ekki til að afla sér vorkunn heldur til að varpa ljósi á ofbeldið sem átti sér stað í skólanum. „Undir engum kringumstæðum er ég að deila minni reynslu til að fá likes eða vorkunnsemi. Ég tel mig knúinn til að koma á framfæri minni reynslu til að vekja athygli á því hvað átti sér stað í Landakotskóla á meðan Séra Georg og Margrét Müller voru við stjórnvöllinn svo Kaþólska Kirkjan geti ekki lengur hylmt yfir þessa óhugnanlegu atburði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Konunglegt foreldrafrí
Fréttir
Í gær

Tekjur Vaðlaheiðarganga 35-40% minni en áætlað var

Tekjur Vaðlaheiðarganga 35-40% minni en áætlað var
Fréttir
Í gær

Albert lést á þriðjudaginn – Ragnar hefur fengið nóg: „Hver verður næstur, verður það sonur þinn?“

Albert lést á þriðjudaginn – Ragnar hefur fengið nóg: „Hver verður næstur, verður það sonur þinn?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Undir áhrifum fíkniefna með börn í bílnum

Undir áhrifum fíkniefna með börn í bílnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjölskyldan sem týndist heil á húfi – Köld og skelkuð

Fjölskyldan sem týndist heil á húfi – Köld og skelkuð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Viltu komast upp með kynferðisbrot?

Viltu komast upp með kynferðisbrot?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Börnin okkar eru komin á Tinder – Auglýst eftir börnum allt niður í níu ára

Börnin okkar eru komin á Tinder – Auglýst eftir börnum allt niður í níu ára