fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Óskar eftir aukafundi borgarráðs vegna gistiskýlisins og brottrekstrar Tómasar – Ekki hægt að svæfa málið

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 13. apríl 2019 13:43

Baldur Borgþórsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Baldur Borgþórsson, varaborgarfulltrúi Miðflokksins, hefur óskað eftir aukafundi í borgarráði vegna málefna Gistiskýlisins við Lindargötu. Umfjöllun DV um málefni gistiskýlisins hefur vakið gífurlega athygli en þar virðast vera rekin neyslurými fyrir sprautusjúklinga sem er ólöglegt við þær aðstæður sem þar ríkja. Auk þess telja starfsmenn að slík starfsemi sé óbærileg fyrir þá og eiginlega notendur gistiskýlisins – skaðaminnkandi starf eigi heima annars staðar.

Tómas Jakob Sigurðsson, starfsmaður skýlisins, steig fram í umfjöllun DV og lýsti ástandinu. Þetta varð til þess að Tómasi var sagt upp störfum, munnlega, en fékk ekki skriflega staðfestingu er hann óskaði hennar. Sjá nánar hér.

Baldur (t.v.) og Tómas

Baldur: Þið fáið ekki að svæfa þetta mál

Baldur Borgþórsson, varaborgarfulltrúi Miðflokksins, hefur kynnt sér starfsemi gistiskýlisins og blöskrar ástandið. Hann er einnig harðorður vegna brottreksturs Tómasar. Erindi Baldurs vegna málsins er eftirfarandi:

„Undirritaður óskar eftir því að boðað verði til aukafundar borgarráðs, þar tekin verði fyrir mál Gistiskýlis Reykjavíkurborgar,Lindargötu. Greinargerð. Tilefnið er að starfsmenn Gistiskýlisins höfðu samband við undirritaðan síðastliðna helgi og óskuðu eftir aðstoð, þar sem ítrekaðar tilraunir þeirra til að fá úrbætur á alvarlegum ágöllum lagaða. Undirritaður fór á vettvang og kynnti sér ástandið með því að eyða þar tveimur klst. og kynna sér aðstæður. Sú heimsókn staðfesti frásögn starfsmanna og ljóst er að miklar líkur eru á stórfelldum lögbrotum í rekstri Gistiskýlisins sem setur jafnt starfsmenn sem og skjólstæðinga skýlisins í stórhættu.

Alvarleiki málsins jókst enn í gær,föstudag. Í kjölfar birtingar fréttar DV um málið fékk starfsmaður,Tómas Jakob Sigurðson, sá er fram steig og skýrði frá alvarlegum ágöllum á vinnustað sínum símtal frá forstöðumanns Gistiskýlisins, Þór Gíslasyni. Þór ber Tómasi skilaboð frá mannauðsstjórn Velferðarsviðs þess efnis að hann, Tómas, eigi ekki að mæta til vinnu á mánudag, þar sem mál hans persónu séu í skoðun hjá Velferðarsviði. Það er gjörsamlega ólíðandi að Velferðarsvið skuli bregðast við ábendingum um alvarlega ágalla á vinnustað með því að vega að starfsfólki með þessum hætti.

Að teknu tilliti til ofangreinds óskar undirritaður því eftir að boðað verði til aukafundar borgarráðs tafarlaust svo grípa megi til ráðstafana hið fyrsta. Þetta er ekki mál sem hægt er að geyma fram yfir páska og þæfa. Alvarleikinn er þess eðlis að grípa þarf til aðgerða strax. Reykjavíkurborg getur ekki horft fram hjá því að öryggi starfsmanna og skjólstæðinga er verulega ógnað, og að mögulega er um að ræða alvarleg lögbrot.

Baldur Borgþórsson

Varaborgarfulltrúi Miðflokksins“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Í gær

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala