fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Þetta gerði Jóhannes þegar starfsmaður Bónus féll frá

Ritstjórn DV
Föstudaginn 12. apríl 2019 11:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hann var bara góður maður, það var bara þannig,“ sagði Jón Ásgeir Jóhannesson í þættinum Mannamál á Hringbraut í gærkvöldi. Þar ræddi Jón Ásgeir meðal annars um föður sinn, Jóhannes Jónsson sem oft var kenndur við Bónus. Jóhannes lést sumarið 2013, 72 ára að aldri.

Til eru margar sögur um Jóhannes, sem þótti bæði umdeildur en einnig maður fólksins í augum margra. Ein saga ber sérstaklega vott um það að Jóhannesi var umhugað um starfsfólk og aðstandendur þeirra þegar erfiðleikar knúðu dyra. Í október síðastliðnum rifjaði Kaffistofa Pressunnar upp sögu af því þegar mikils metinn starfsmaður Bónus féll frá.

Í verslun Bónus fyrir einhverjum árum starfaði ungur fjölskyldufaðir sem lét mikið á sér kveða. Hann var harðduglegur og eins og Jóhannes sjálfur, hrókur alls fagnaðar. En svo veiktist ungi fjölskyldumaðurinn og veikindin voru alvarleg. Fljótlega kom í ljós að við tæki barátta upp á líf og dauða. Og dauðinn tók, og eftir var ung kona með barni, heltekin sorg. Jóhannes ákvað að greiða útförina. Það má vera að það þyki mörgum sjálfsagt. En síðan tilkynnti Jóhannes hinni ungu ekkju að hún þyrfti ekki að hafa áhyggjur næsta árið hið minnsta. Jóhannes ákvað að eftirlifandi eiginkona myndi fá laun mannsins í eitt ár frá andláti hans.

Í viðtalinu á Hringbraut í gærkvöldi talaði Jón Ásgeir fallega um föður sinn. Aðspurður um stærstu kosti hans, sagði Jón Ásgeir:

„Skemmtilegur, opinn. Skemmtileg persóna og hafði gaman af lífinu,“ sagði hann og bætti við að þeir feðgar hefðu verið góðir vinir allt til enda. Sagði Jón Ásgeir að þeir hafi sjaldan rifist en þó getað tekist á um hlutina ef þeir voru ekki sammála. Þá sagði Jón Ásgeir að föður sínum hafi verið tíðrætt um það að fara ekki frá upprunanum og forðast græðgi í verslunarrekstri.

„Hann lifði eftir þessu að viðskipti eru viðskipti aðila að báðir þurfi að báðir að labba frá borðinu sáttir, annars væru það ekki viðskipti.“

Hér má sjá fyrri hluta viðtalsins við Jón Ásgeir en seinni hlutinn var sýndur í gærkvöldi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Skagfirðingar lýsa yfir verulegum áhyggjum vegna yfirvofandi breytinga á farsímakerfinu

Skagfirðingar lýsa yfir verulegum áhyggjum vegna yfirvofandi breytinga á farsímakerfinu
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur hneykslaður: Sjáðu hvað árið í fimleikum kostar í Reykjanesbæ – „Hverjir hafa efni á þessu?“

Vilhjálmur hneykslaður: Sjáðu hvað árið í fimleikum kostar í Reykjanesbæ – „Hverjir hafa efni á þessu?“
Fréttir
Í gær

Sara vaknaði með rottu upp í rúminu í nótt – „Ég er í andlegu áfalli”

Sara vaknaði með rottu upp í rúminu í nótt – „Ég er í andlegu áfalli”