fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Lóð Vesturbæjarskóla endurgerð í sumar

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 11. apríl 2019 18:40

Lóð Vesturbæjarskóla, færanlegar kennslustofur, flutningshús, endurgerð skólalóða. Vesturbæjarskóli. Myndirnar eru teknar af lóðinni áður en ráðist var í endurgerð hennar sumarið 2019.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framkvæmdir við fyrsta áfanga endurgerðar á lóð Vesturbæjarskóla munu hefjast í sumar.

Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag að heimila umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út framkvæmdir við fyrsta áfanga endurgerðar skólalóðar Vesturbæjarskóla. Kostnaður við verkið er áætlaður 120 milljónir króna. Framkvæmdir eru áætlaðar á tímabilinu maí til september.

Í fyrsta áfanga verður svæðið þar sem áður stóðu færanlegar kennslustofur endurgert. Komið verður fyrir nýjum leiktækjum, yfirborð og lagnir verða endurnýjaðar ásamt gróðri.

Áætlað er að framkvæmdir við annan áfanga verði sumarið 2020 en þá verður komið fyrir gervigrasi þar sem nú er svokallað flutningshús við Hringbraut 116 – 118. Áætlun gerir ráð fyrir að sá áfangi kosti 75 milljónir króna.

Lóð Vesturbæjarskóla, færanlegar kennslustofur, flutningshús, endurgerð skólalóða.
Vesturbæjarskóli.
Myndirnar eru teknar af lóðinni áður en ráðist var í endurgerð hennar sumarið 2019.

Ný og glæsileg viðbygging við Vesturbæjarskóla var tekin í notkun í haust og íþróttasalur skólans stækkaður. Viðbyggingin myndar gott skjól á skólalóðinni auk þess sem rýmra verður um allt skólastarfið og starfsaðstaða þægilegri.

Í fyrra var komið fyrir hjólagrindum við skólann til að læsa reiðhjólum við en þær eru mikið notaðar af nemendum og starfsfólki. Undanfarin ár hefur verið lögð áhersla á að bæta aðstöðu fyrir reiðhjólafólk við stofnanir og skóla í Reykjavík.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“
Fréttir
Í gær

Andri Snær klórar sér í kollinum yfir nýju göngubrúnni: „Hún virðist líka eiga að vera svona“

Andri Snær klórar sér í kollinum yfir nýju göngubrúnni: „Hún virðist líka eiga að vera svona“
Fréttir
Í gær

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu