Tónlistarmaðurinn ástsæli, Herbert Guðmundsson, olli fjölskyldu sinni hræðilegri sorg. Herbert stígur fram með einlæga játningu í nýrri heimildarmynd sem sýnd verður á RÚV á næstunni. Hann smyglaði fíkniefnum til landsins og var gripinn glóðvolgur.
„Fíknó sækir mig og ég er settur í gæsluvarðhald,“ segir Herbert, sem þjóðin öll þekkir undir gælunafninu Hebbi. Eins og þetta væri ekki nógu sorglegt bættist enn við þungan harminn: Faðir Hebba lést á meðan Hebbi sat í gæsluvarðhaldi. „Hann var með krabbamein sem hafði breiðst út um allt og endaði með því að hann fór úr þessum leiðindasjúkdómi.“
En fátt er svo með öllu illt að ei boði gott. Það er alþekkt að bestu listaverk sögunnar hafa gjarnan verið samin þegar mikið mótlæti sækir að listamanninum. Smellinn eilífa, Can´t Walk Away, samdi Hebbi í gæsluvarðhaldinu.
„Ég var að valda fjölskyldu, konu og öllum í kringum mig meiriháttar sorg – ofan á aðra sorg. Ég er búinn að fara í það að biðjast afsökunar á gjörðum mínum. Ég held ég sé búinn að bæta fyrir það sem ég gerði,“