fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
Fréttir

Harmur Herberts

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 11. apríl 2019 14:16

Mynd: Skjáskot RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn ástsæli, Herbert Guðmundsson, olli fjölskyldu sinni hræðilegri sorg. Herbert stígur fram með einlæga játningu í nýrri heimildarmynd sem sýnd verður á RÚV á næstunni. Hann smyglaði fíkniefnum til landsins og var gripinn glóðvolgur.

„Fíknó sækir mig og ég er settur í gæsluvarðhald,“ segir Herbert, sem þjóðin öll þekkir undir gælunafninu Hebbi. Eins og þetta væri ekki nógu sorglegt bættist enn við þungan harminn: Faðir Hebba lést á meðan Hebbi sat í gæsluvarðhaldi. „Hann var með krabbamein sem hafði breiðst út um allt og endaði með því að hann fór úr þessum leiðindasjúkdómi.“

En fátt er svo með öllu illt að ei boði gott. Það er alþekkt að bestu listaverk sögunnar hafa gjarnan verið samin þegar mikið mótlæti sækir að listamanninum. Smellinn eilífa, Can´t Walk  Away, samdi Hebbi í gæsluvarðhaldinu.

„Ég var að valda fjölskyldu, konu og öllum í kringum mig meiriháttar sorg – ofan á aðra sorg. Ég er búinn að fara í það að biðjast afsökunar á gjörðum mínum. Ég held ég sé búinn að bæta fyrir það sem ég gerði,“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Ágúst Mogensen skrifar á degi reykskynjarans: Mikilvægasti tékklistinn fyrir jólin

Ágúst Mogensen skrifar á degi reykskynjarans: Mikilvægasti tékklistinn fyrir jólin
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Dorrit var rænd á götum Lundúna í gær

Dorrit var rænd á götum Lundúna í gær
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórdís segir lýðræðinu ógnað með ofsalegri auðsöfnun fárra og rafrænum heilaþvotti almennings

Þórdís segir lýðræðinu ógnað með ofsalegri auðsöfnun fárra og rafrænum heilaþvotti almennings
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurður lýsir því erfiða hlutskipti að vera sakborningur – „Það breytir því hvernig sumir horfa á mann“

Sigurður lýsir því erfiða hlutskipti að vera sakborningur – „Það breytir því hvernig sumir horfa á mann“