fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Fréttir

WOW tapaði um 60 milljónum króna á hverjum degi

Ritstjórn DV
Mánudaginn 25. mars 2019 10:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tap WOW air á síðasta ári, sem nemur allt að 22 milljörðum króna, jafngildir því að flugfélagið hafði að jafnaði tapað um 60 milljónum króna á hverjum degi. Það má því segja að tap á hverju hverju flugtaki hjá WOW hafi verið 1,5 til 2 milljónir króna.

Það er þó mikilvægt að geta þess að hér er ekki bara um hreint rekstrartap að ræða, því félagið þurfti að skila vélum og selja þær undir bókfærðu verði. Þannig hafa ytri aðstæður verið WOW air afar óhagstæðar í þeirri þröngu stöðu sem félagið er í. Mikil tiltekt hefur verið í rekstrinum á liðnum mánuðum og að sögn heimildamanna DV lítur félagið mun betur út en áður.

Samkvæmt sömu heimildum eru hugmyndir Skúla Mogensen forstjóra og eigenda WOW um útboð á nýju hlutafé og skuldbreytingu hjá skuldabréfaeigendum því möguleg leið út úr stöðunni. Tíminn vinnur þó alls ekki með honum, þar sem greiða þarf laun og fleira um mánaðamótin, auk þess sem flugvallagjöld eru á gjalddaga. Það er vandséð að fjárfestar séu tilbúnir til að lofa og binda sig með háar fjárhæðir inn í þennan rekstur, nema að fyrst fari fram áreiðanleikakönnun á félaginu. Slíkt tekur tíma og hann er af skornum skammti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Þrír Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í S-Afríku

Þrír Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í S-Afríku
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Rósa fór í sjálfakandi leigubíl á dögunum: „Ákjósanlegri kostur en strætisvagnar“ – Stutt í að tæknin komi til Íslands

Rósa fór í sjálfakandi leigubíl á dögunum: „Ákjósanlegri kostur en strætisvagnar“ – Stutt í að tæknin komi til Íslands
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Gekk inn á lögreglustöð í Grafarholti í handjárnum

Gekk inn á lögreglustöð í Grafarholti í handjárnum
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Súlunesmálið: Hesthússeigandi ber Margréti illa söguna – „Gömlu hjónin voru eins og þrælar“

Súlunesmálið: Hesthússeigandi ber Margréti illa söguna – „Gömlu hjónin voru eins og þrælar“
Fréttir
Í gær

Fóru ekki að lögum í máli hælisleitanda – Talsmaður sinnti ekki kærubeiðni

Fóru ekki að lögum í máli hælisleitanda – Talsmaður sinnti ekki kærubeiðni
Fréttir
Í gær

Opinbera dánarorsök Rob Reiner og eiginkonu hans

Opinbera dánarorsök Rob Reiner og eiginkonu hans