fbpx
Þriðjudagur 22.október 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Guðmundur segir að ungmenni sem nota rafrettur hafi flest reykt eða notað munntóbak

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 19. mars 2019 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Karl Snæbjörnsson, læknir, segir nýja rannsókn, sem tengi rafrettunotkun við auknar líkur á hjartasjúkdómum og þunglyndi, marklausa. Rannsóknin taki  til dæmis ekki fram hvort sá hópur viðfangsefna sem noti rafrettur hafi áður reykt, hvort þeir reyktu enn samhliða rafrettunotkun eða hvort þeir hafi skipt yfir í rafrettur í kjölfar hjartaáfalls. Þetta kom fram í Reykjavík síðdegis í gær.

Guðmundur er sammála því að tengsl séu milli lungnasjúkdóma, kransæðasjúkdóma og hjartasjúkdóma. Hann er þó ekki sammála því að tengsl geti bent til orsakasambands þegar við kemur rafrettum.

„Tengsl eru ekki það sama og orsakasamband og það sem vantar í þessa rannsókn er ansi mikið.“

Hann segir að einar og sér séu rafrettur vissulega ekki  almennt hollar en samanborið við reykingar eru þær að hans mati bráðhollar. Jafnframt sé ekki búið að sýna fram á skaðsemi rafrettna með sannanlegum hætti.

Það eru til verulega margar rannsóknir.“

Guðmundur segir að rannsókn sem var gerð á yfir 22 ungmennum sýni að stór meirihluti þeirra barna sem noti rafrettur hafi áður reykt eða nota munntóbak.

65% af þeim voru að reykja áður og restin virðist hafa verið að nota munntóbak.“

Það eru ekki neinir krakkar eða fullorðnir að veipa reglulega, þ.e. oftar en einu sinni í viku, nema þeir sem hafa verið að reykja áður. Margir sem prófa, […] en það er ekki það sem við þurfum að hafa áhyggjur af.

Mikið er til af rannsóknum, samkvæmt Guðmundi, sem bendi til þess að rafrettur séu skaðlitlar, hins vegar virðist rannsóknir sem bendi til hins gagnstæða fá mun meira rými í umfjöllun fjölmiðla.

Við höfum bara yfirgnæfandi rannsóknir, þær rannsóknir sem eru að koma í blöðunum og fréttaumfjöllunum eru yfirleitt þær sem eru að koma að fölskum forsendum eins og þessi. Þær eru ekki að sýna það sem við þurfum að sjá“

Fyrirsvarsmaður þessarar tilteknu rannsóknar háskólans í Kansas segi það jafnframt berum orðum í neðanmálsgrein rannsóknarinnar að ekki sé hægt að fullyrða neitt um orsakasamhengi milli notkun rafretta og áður nefndra sjúkdóma.

Hann segir það berum orðum […] að það er ekkert orsakasamhengi hægt að sjá í þessari rannsókn og biður um meiri peninga í frekari rannsóknir til að geta fylt því eftir.“

Samkvæmt rannsókninni sem var framkvæmd af læknadeild háskólans í Kansas, Bandaríkjunum, eru rafrettunotendur, eða veiparar, mun líklegri til að fá hjartaáfall, kransæðasjúkdóma og þunglyndi heldur en aðrir. Samkvæmt niðurstöðu rannsóknarinnar eru veiparar 34 prósentum líklegri til að fá hjartaáfall, 25 prósentum líklegri til að fá kransæðasjúkdóm og 55 prósent líklegri til að glíma við þunglyndi eða kvíða.  Samkvæmt miðlinum The Telegraph tók rannsóknin mið af því hvort aðrir áhættuþættir væu til staðar hjá þátttakendum. Áhættuþættir á borð við ofþyngd, hátt magn kólesteróls, of hár blóðþrýstingur og reykingar.

Rannsakendur tóku þó fram að þeim hefði reynst ókleift að ákvarða hvort skaði hefði átt sér stað áður en þátttakendur byrjuðu að veipa eða hvort rafretturnar hefðu ollið skaðanum. Þeir sögðu þó að rannsóknin ætti að vekja athygli þeirra sem almennt hafa talið rafrettur skaðlausar.

„Þegar áhættan á hjartaáföllum eykst allt að 34 prósentum meðal veipara samanborið við reyk- og veiplausa, þá myndi ég ekki vilja að sjúklingar mínir eða fjölskyldumeðlimir veipuðu.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Sólveig segir leigumarkaðinn enn eina samfélagslega tilraunina: „Þessvegna borgar einstæð móðir 250.000 krónur á mánuði“

Sólveig segir leigumarkaðinn enn eina samfélagslega tilraunina: „Þessvegna borgar einstæð móðir 250.000 krónur á mánuði“
Fréttir
Í gær

Elísabet Ýr segir viðbrögðin við gagnrýni á Áslaug Örnu „hatursrúnk fólks sem finnst femínistar alltaf ganga of langt“

Elísabet Ýr segir viðbrögðin við gagnrýni á Áslaug Örnu „hatursrúnk fólks sem finnst femínistar alltaf ganga of langt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Freyja nafngreinir óvini sína – „Ég kynni því til leiks þau Magnús Árnason og Bryndísi Símonardóttur“

Freyja nafngreinir óvini sína – „Ég kynni því til leiks þau Magnús Árnason og Bryndísi Símonardóttur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenskur Facebook-hópur fór á hliðina yfir kynferðislegu efni af barni – „Fólk er orðið svo viðkvæmt“

Íslenskur Facebook-hópur fór á hliðina yfir kynferðislegu efni af barni – „Fólk er orðið svo viðkvæmt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ólöf tjáir sig um starfslokin: „Óneitanlega skrýtin tilfinning“

Ólöf tjáir sig um starfslokin: „Óneitanlega skrýtin tilfinning“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Látinn Íslendingur reyndist vera látinn Íri

Látinn Íslendingur reyndist vera látinn Íri