fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Helgi Seljan: „Kom það þessum gæjum á óvart?“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 13. mars 2019 12:13

Helgi Seljan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlamaðurinn Helgi Seljan gagnrýnir harðlega réttarkerfið á Íslandi og kallar einangrunarvist séríslenskt fúsk og pyntingu. Hann vísar í fréttir um að 70 prósent fanga í gæsluvarðhaldi séu settir í einangrun.

„Sú staðreynd að Íslendingar beiti einangrunarvist langt umfram það sem gerist og gengur í siðuðum ríkjum hefur legið fyrir lengi. Og það sem meira er, þá var Íslenska Ríkið dæmt fyrir að brjóta gegn ákvæðum stjórnarskrár sem leggja bann við pyntingum, fyrir tveimur árum í einkar ógeðfelldu máli manns sem sætti einangrun á lögreglustöð við ömurlegar aðstæður,“ segir Helgi.

Hann segir Hæstarétt þrátt fyrir þetta nánast undantekningalaust samþykkja slíkar beiðnir. „Samt hefur sami Hæstiréttur haldið áfram að stimpla nær athugasemdalaust, og raunar af meiri krafti en árin þar á undan upp á óskir lögreglu um einangrunarvist gæsluvarðhaldsfanga, langt umfram það sem virðist duga til að reka sæmilegt réttarkerfi í nágrannalöndum okkar,“ segir Helgi.

Hann segir að það sé skýr ástæða fyrir þessu. „Það er verst geymda leyndarmál þessa kerfis að einangrunarvist sé notuð til að þvinga menn til samstarfs eða járninga. Að reyna að halda öðru fram er beinlínis móðgun við almenna skynsemi,“ segir Helgi.

Hann hjólar svo að lokum í dómara og spyr hvort að þeir séu andlega fjarverandi meðan þeir sveipa sig skikkjum. „En Dómarafélagið hélt málþing. Og lét taka saman tölur um dagleg störf sinna eigin félagsmanna. Og sér að ástandið versnar. Kom það þessum gæjum á óvart? Eru þeir andlega fjarverandi á meðan þeir sveipa sig þessum tilgerðarlegu ullarsatín-skikkjum sínum. Eftir tvö ár verður haldið nýtt málþing. Og einhver lagaprófessor setur í brýrnar. Og aftur verða þeir hissa,” segir Helgi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mölbrotnaði eftir að hafa hrasað um köttinn sem slapp ómeiddur

Mölbrotnaði eftir að hafa hrasað um köttinn sem slapp ómeiddur
Fréttir
Í gær

Segir Katrínu verða fyrir hatursfullum árásum – „Ein besta og heilsteyptasta manneskja sem ég hef kynnst“

Segir Katrínu verða fyrir hatursfullum árásum – „Ein besta og heilsteyptasta manneskja sem ég hef kynnst“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt