fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Gerður í Blush birti mynd frá árshátíð WOW air – Féll ekki í kramið hjá starfsmönnum

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 12. mars 2019 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrátt fyrir erfiðleika WOW air fór árshátíð félagsins fram um helgina í Laugardalshöll, en það var starfsmannafélag fyrirtækisins sem hafði veg og vanda af henni.
 
Samkvæmt heimildum Eyjunnar hvatti Skúli starfsfólk til að mæta á árshátíðina á starfsmannafundi í síðustu viku. Almennt var vel tekið í hvatningu eigandans, sem sagður er njóta stuðnings starfsfólks síns að mestu, þó haft hafi verið á orði meðal starfsmanna í hálfum hljóðum, að árshátíðin gæti hugsanlega verið sú síðasta undir merkjum félagsins.
 
Á meðal skemmtiatriða voru söngdívurnar Birgitta Haukdal, Selma Björns og Svala Björgvins, auk þess sem Stjórnin tróð upp. 
 
Ekki fer mikið fyrir myndum af árshátíðinni á samfélagsmiðlum, en örfáar myndir má finna undir myllumerkinu wowvision19. Á meðal gesta var Gerður Arinbjarnardóttir, en kærasti hennar er starfsmaður hjá WOW air. Gerður er virk á samfélagsmiðlum, þar á meðal á Snapchat og Instagram og birti mynd á Instagram í story, sem féll vægast sagt ekki í kramið meðal starfsmanna, vegna yfirskriftarinnar.
 
Gerður er með um 9 þúsund fylgjendur á Instagram, og því má ætla að fjöldi fólks hafi séð myndina. Gerður fjarlægði myndina, enn áður var hún orðin „viral“ á meðal starfsmanna WOW air.
Gerður skrifaði: Allir atvinnulausir um mánaðarmótin.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin
Fréttir
Í gær

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður
Fréttir
Í gær

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“
Fréttir
Í gær

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“