fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

WOW air hefur ekki greitt mótframlag í lífeyrissjóði í þrjá mánuði

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 5. mars 2019 07:59

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

WOW air hefur ekki greitt mótframlag sitt í lífeyris- og séreignarsparnað starfsmanna síðustu þrjá mánuði. Þetta er vegna bágrar lausafjárstöðu félagsins. Gengið verður frá greiðslum nú í mars.

Vísir skýrir frá þessu í dag. Þar er haft eftir Svanhvíti Friðriksdóttur, upplýsingafulltrúa WOW air, að fyrirtækið hafi verið í góðum samskiptum við lífeyris- og séreignarsjóði vegna þessa og að gengið verði frá greiðslum nú í mars. Hún sagði einnig að starfsfólk hafi verið upplýst um stöðu mála.

Hún sagði jafnframt að aðeins væri um tafir að ræða á greiðslu mótframlags WOW air því hluti starfsmanna hafi verið greiddur.

Það eru greiðslur fyrir nóvember, desember og janúar sem fyrirtækið á eftir að standa skil á. Febrúargreiðslur eru ekki komnar á gjalddaga.

Staða WOW air hefur verið slæm eins og komið hefur fram í fréttum og fyrir áramót sagði fyrirtækið 350 manns upp í hagræðingarskyni.

Enn standa yfir viðræður á milli WOW air og Indigo Partners um kaup þess síðarnefnda á WOW air.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt