fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Laun bankastjóra Íslandsbanka hækkuðu um tæpa milljón á mánuði í fyrra

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 14. febrúar 2019 07:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Laun Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, hækkuðu um tæpa eina milljón króna á mánuði í fyrra. Árangurstengdar greiðslur eru ekki inni í þessari tölu. Mánaðarlaun hennar voru 4,03 milljónir árið 2017 en fóru í 4,97 milljónir á síðasta ári.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag og segir að þetta megi lesa úr skýringum við ársreikning Íslandsbanka sem var birtur í gærkvöldi. Segir blaðið að árslaun Birnu 2018 hafi verið 59,6 milljónir og er þá ekki tekið tillit til árangurstengdra greiðslna sem voru 3,9 milljónir. Árið á undan voru laun Birnu 48,3 milljónir og árangurstengdar greiðslur voru 9,7 milljónir.

Heildarlaun Birnu voru 63,5 milljónir á síðasta ári en inni í þeirri tölu eru árangurstengdar greiðslur frá 2014 vegna kaupaukakerfis sem var við lýði innan bankans til ársloka 2016.

Á mánudaginn greindi Íslandsbanki frá því að laun Birnu hefðu verið lækkuð um 14,1 prósent að hennar frumkvæði í nóvember og hafi þá farið niður í 4,2 milljónir króna. Var þessi ákvörðun sögð tekin í ljósi stöðunnar í íslensku atvinnulífi og yfirstandandi kjaraviðræðna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Heimilt verði að hafa hættulega menn áfram í haldi eftir að afplánun lýkur

Heimilt verði að hafa hættulega menn áfram í haldi eftir að afplánun lýkur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hildur hefur verulegar áhyggjur af framtíðinni – „Eftir hverju erum við að bíða?“

Hildur hefur verulegar áhyggjur af framtíðinni – „Eftir hverju erum við að bíða?“