fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Logi efast um pálmatrén í lokuðum hóp á Facebook: „Allt er þetta þó leysanlegt með peningum“

Hjálmar Friðriksson
Miðvikudaginn 30. janúar 2019 16:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, virðist setja spurningarmerki við það hversu góð hugmynd það sé koma fyrir tveimur pálmatrjám í Vogabyggð. Í lokum hópi Samfylkingarfólks á Facebook segir hann að þó hugmyndin sé skemmtileg þá sé ýmsu að hyggja.

„Hugmyndin að pálmatrjánum er á margan hátt skemmtileg og í sjálfu sér finnst mér fjármagn í listaverk almennt vera góð fjárfesting. Í þessu tilfelli er þó að ýmsu að hyggja sem ég vona að listakonan og dómnefnd hafi leitt hugann að,“ segir Logi.

Hann segir að það sé helst tvennt sem þurfi að skoða. „Í fyrsta lagi verður svona hátt mannvirki eins og sýnt er auðvitað aldrei eingöngu úr gleri. Það þarf gríðarlegt burðarvirki, líklegast úr stáli, sem breytir hugmyndinni eins og hún er sett fram mjög mikið. Þá getur slíkt mannvirki auðveldlega safnað raka og óhreinindum að innan, sem erfitt er að fást við og gera þá hlutinn minna spennandi,“ segir Logi.

Hann segir enn fremur að birta geti haft neikvæð áhrif. „Í öðru lagi er eins víst og þetta verður spennandi í myrkri gætu áhrifin orðið mikið síðri í dagsbirtu, þegar glerið endurkastar birtunni. Gler ber nefnilega einkenni steins og er langt því frá með jafn létt yfirbragð og margir freistast til að álykta,“ segir Logi.

Hann segir að lokum að þetta megi leysa, meðal annars með peningum, en kostnaðurinn við verkið, 140 milljónir, hefur verið einna helst gagnrýndur. „Allt er þetta þó leysanlegt með kunnáttu, útsjónasemi og peningum og ég kýs því að taka afstöðu til verksins þegar ég sé endanlega útfærslu. En ég er viss um að það muni leysast farsællega og þetta verk muni vera til prýði í borgarinhverfinu,“ segir Logi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”
Fréttir
Í gær

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi
Fréttir
Í gær

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“
Fréttir
Í gær

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Í gær

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“
Fréttir
Í gær

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus