fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Þórlindur: Óvænt uppákoma þegar WOW felldi niður flugferð  – „Ræða flugstjórans var eins og atriði úr bíómynd“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 11. janúar 2019 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Fyrir nokkrum mánuðum var ég á heimleið frá Kaupmannahöfn þegar tilkynnt var að eitthvað hefði komið upp og ferðin var felld niður. Flugfélagið þurfti að bíða þar til öll flug dagsins kláruðust og senda nýja vél til Kastrup. Fyrirsjáanleg töf var hálfur sólarhringur.“

Þetta segir Þórlindur Kjartansson, hagfræðingur og pistlahöfundur Fréttablaðsins, í grein í blaðinu í dag. Þar fjallar Þórlindur meðal annars um fyrrnefnt atvik sem átti sér stað í Kaupmannahöfn fyrir skemmstu og af skrifunum er ljóst að það getur skipt gríðarlegu máli að búa yfir sjálfsöryggi og forystuhæfileikum.

Þórlindur segir:

„Í kringum þessa óheppilegu uppákomu upplifði ég nokkuð sem ég man ekki áður eftir. Þegar í ljós hafði komið að verulega löng töf yrði á fluginu mætti flugstjóri vélarinnar sjálfur að inngönguhliðinu, öll áhöfnin stillti sér upp fyrir aftan hans eins og fjólublár her—og hann ávarpaði alla farþegana.“

Hann segir að flugstjórinn hafi farið af auðmýkt en öryggi yfir stöðuna, lýst einlægum vonbrigðum með óþægindin og lofað að allt yrði gert sem hægt væri til að koma til móts við farþega. Þá hafi hann sagt að ekkert annað kæmi til greina því öryggi farþega yrði ekki stefnt í hættu.

„Ræða flugstjórans var eins og atriði úr bíómynd. Vonsviknir ferðalangar hlýddu andaktugir á boðskapinn, fyrst súrir á svip en kinkuðu svo kolli uppfullir af skilningi og trúnaðartrausti. Þegar hann lauk ávarpinu munaði minnstu að það brytust út fagnaðarlæti.“

Þórlindur bendir á að líklega hefði stemningin í hópnum verið undarlegri ef flugstjórinn hefði komið fram, klórað sér vandræðalega í kollinum og muldrað út sér að að eitthvað smávægilegt væri að vélinni – hann héldi þó að hægt væri að fljúga henni heim.

„Það er nefnilega oft töluverður hluti af forystuskyldum að passa upp á stemningu og vernda traust. Flugstjóri sýnir vitaskuld aldrei minnstu efasemdir um ákvarðanir sínar gagnvart fólki sem treystir á dómgreind hans. Engum væri gerður greiði með slíkri sýndarmennsku.“

Þórlindur bendir á að Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, hafi sýnt sambærilega forystuhæfileika í vandræðum félagsins í haust. Það vakti athygli þegar Skúli sagðist taka alla ábyrgð á því hvernig komið væri fyrir félaginu.

„Sumum fannst hann ef til vill vera helst til brattur og hneykslast var á því að hann segði ekki alltaf alla söguna. En það hefði verið lélegur forystumaður sem hefði borið innri áhyggjur sínar og efasemdir á borð fyrir starfsmenn sína og viðskiptavini. Öllu skipti að halda kúrs og tiltrú eins lengi og hægt var. Allar efasemdir yrðu samstundis að fóðri fyrir óvildarmenn félagsins.“

Þórlindur heldur svo áfram:

„Þegar réttur tími var til skorti svo ekkert upp á það hjá forstjóranum að taka ábyrgð á þeim vandræðum sem félagið hafði ratað í. Hann kenndi engum um öðrum en sjálfum sér og fór af ískaldri yfirvegun og auðmýkt yfir það hvar hann hafði tekið rangar beygjur. En á grundvelli þessarar yfirveguðu auðmýktar boðaði hann líka af fullu sjálfstrausti aðgerðir sem hann taldi að væru heilladrýgstar til þess að rétta kúrsinn. Þessi framganga forstjóra WOW var, eins og flugstjórans á Kastrup, mjög traustvekjandi og gæti verið mörgum til fyrirmyndar.“

Greinina endar hann svo á þessum orðum:

„Nú þegar útlit er fyrir að traustur fjárhagslegur bakhjarl sé kominn að rekstri WOW er vonandi að niðurstaðan verði áframhaldandi heilbrigð samkeppni á íslenskum flugmarkaði, þar sem enginn fer á taugum þótt stundum sé ókyrrð í lofti.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Vilja láta stórskulduga sitja sektir af sér – Sáralítið innheimtist af hæstu sektunum

Vilja láta stórskulduga sitja sektir af sér – Sáralítið innheimtist af hæstu sektunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Æpandi þögn lögreglu í Bauhaus-málinu

Æpandi þögn lögreglu í Bauhaus-málinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tekjur Vaðlaheiðarganga 35-40% minni en áætlað var

Tekjur Vaðlaheiðarganga 35-40% minni en áætlað var
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Albert lést á þriðjudaginn – Ragnar hefur fengið nóg: „Hver verður næstur, verður það sonur þinn?“

Albert lést á þriðjudaginn – Ragnar hefur fengið nóg: „Hver verður næstur, verður það sonur þinn?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fjölskyldan sem týndist heil á húfi – Köld og skelkuð

Fjölskyldan sem týndist heil á húfi – Köld og skelkuð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Yfirheyrslan: Karítas Harpa telur samskipti Tomma og Jenna byggð á misskilningi

Yfirheyrslan: Karítas Harpa telur samskipti Tomma og Jenna byggð á misskilningi