fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Hvalir við Ísland éta um sex milljónir tonna á ári

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 10. janúar 2019 06:45

Hnúfubakur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að mati Hafrannsóknarstofnunar éta hvalir við strendur landsins um sex milljónir tonna á ári. Þetta kemur fram í umsögn Hafró við þingsályktunartillögu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um endurmat á hvalveiðistefnu Íslands.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. Frá því að reglulegar hvalatalningar hófust 1987 hefur orðið mikil breyting á fjölda hvala við landið. Langreyði hefur fjölgað í rúmlega 30.000 dýr en voru 10.000-15.000 þegar talningar hófust. Hrefnu hefur fækkað úr um 40.000 dýrum um aldamótin í 10.000-15.000 dýr.

Í umsögn Hafró er vitnað í vísindagrein frá 1997. Haft er eftir Gísla Arnóri Víkingssyni, sjávarlíffræðingi hjá Hafró, að æti hvalanna sé ekki afli sem er tekinn frá mönnum heldur heildarát hvala við Ísland á einu ári. Hann sagði að tólf hvalategundir séu hér við landa og lítið sé vitað um hvað þær éta en út frá erlendum rannsóknum sé hægt að áætla að það séu rúmlega tvær milljónir tonna fiska en restin sé krabbadýr, áta og smokkfiskur og þess háttar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Tryggvi segir málið með ólíkindum – „Ég á það, ég má það“

Tryggvi segir málið með ólíkindum – „Ég á það, ég má það“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ófögur sjón mætti Kristjáni í gærkvöldi: „Maðurinn sem gerði þetta er í haldi lögreglunnar“

Ófögur sjón mætti Kristjáni í gærkvöldi: „Maðurinn sem gerði þetta er í haldi lögreglunnar“
Fréttir
Í gær

Saxenda bætti lífsgleði, lífgæði, liðleika og úthald en SÍ neituðu að halda áfram að niðurgreiða

Saxenda bætti lífsgleði, lífgæði, liðleika og úthald en SÍ neituðu að halda áfram að niðurgreiða
Fréttir
Í gær

Meira en 10.000 kynsjúkdómatilfelli greind á Íslandi síðan 2020 – Sjáðu hvaða kynsjúkdómur er algengastur

Meira en 10.000 kynsjúkdómatilfelli greind á Íslandi síðan 2020 – Sjáðu hvaða kynsjúkdómur er algengastur
Fréttir
Í gær

Bjarkey strax undir miklum þrýstingi: „Það hefur gríðarlegar afleiðingar fyrir ráðherra að fara ekki að lögum“

Bjarkey strax undir miklum þrýstingi: „Það hefur gríðarlegar afleiðingar fyrir ráðherra að fara ekki að lögum“
Fréttir
Í gær

Viðbúnaður vegna vélarvana flutningaskips

Viðbúnaður vegna vélarvana flutningaskips