fbpx
Þriðjudagur 05.ágúst 2025
Fréttir

Líkamshlutar finnast við Snæfellsnes

Björn Þorfinnsson
Þriðjudaginn 20. mars 2018 12:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir líkamshlutar komu upp úr sjó við Snæfellsnes nýverið. Samkvæmt heimildum DV var um að ræða fótlegg og annan ótilgreindan líkamspart.

Sá sem lenti í hinum óhugnanlega fundi hafði samband við Landhelgisgæsluna eins og tíðkast hjá sjómönnum. Sjófarendur hafa oftast nær samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar telja þeir sig þurfa að koma á framfæri upplýsingum, hvort sem það er ísjaki á reki eða líkfundur. Í kjölfarið hefur landhelgisgæslan samband við yfirvöld.

Það var landhelgisgæslan sem tók að sér að flytja líkamspartana til höfuðborgarinnar þar sem fulltrúar lögreglunnar tóku við málinu. Landhelgisgæslan verst frétta vegna málsins og vísaði á lögregluna. Lögreglan vildi lítið tjá sig um fundinn en DV fékk þær upplýsingar að málið væri komið inn á borð kennslanefndar ríkislögreglustjóra sem, eins og nafnið gefur til kynna, hefur það hlutverk að bera kennsl á hverjum líkamshlutarnir tilheyrðu.

Niðurstöðu er að vænta eftir eina til tvær vikur.

Lögreglan verst allra frétta af málinu að svo stöddu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úrillur biskup mætti á náttsloppnum og rak kórinn úr kirkjunni – „Klukkan er orðin meira en tíu og þetta er hræðilegur hávaði“

Úrillur biskup mætti á náttsloppnum og rak kórinn úr kirkjunni – „Klukkan er orðin meira en tíu og þetta er hræðilegur hávaði“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kengúra flúði frá Belgíu en var gómuð í Frakklandi – Slökkviliðsmenn gripu í rófuna á henni

Kengúra flúði frá Belgíu en var gómuð í Frakklandi – Slökkviliðsmenn gripu í rófuna á henni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tókust á við áskoranir þegar versta veðrið gekk yfir Vestmannaeyjar í nótt – Hætt við brennuna af öryggisástæðum

Tókust á við áskoranir þegar versta veðrið gekk yfir Vestmannaeyjar í nótt – Hætt við brennuna af öryggisástæðum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Höfðu bókstaflega hendur í hári morðingja – Handtekinn í klippingu fyrir hrottafengin morð sem vöktu þjóðarathygli

Höfðu bókstaflega hendur í hári morðingja – Handtekinn í klippingu fyrir hrottafengin morð sem vöktu þjóðarathygli