fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Unnið að endurreisn WOW ?

Fréttir

Halldór fór úr bankageiranum í leikskólann: „Með sömu laun og ég hafði sem reynslulaus nemi í sumarvinnu hjá banka“

Auður Ösp
Miðvikudaginn 5. desember 2018 10:51

Halldór Fannar. Ljósmynd/Facebooksíða Fólkið í Eflingu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halldór Fannar Halldórsson starfaði í bankageiranum fyrir hrun en söðlaði svo um og endaði að lokum sem starfsmaður á leiksskóla. Hann nýtur sín í vinnunni þó svo að hann fái sambærileg laun og hann var með sem reynslulaus háskólanemi í sumarstarfi.

Frásögn Halldórs Fannars birtist á Facebook-síðu átaksins Fólkið í Eflingu. Þar má einnig finna fjölmargar aðrar sögur fólksins í stéttafélaginu, fólks sem vinnur margvísleg störf í íslensku samfélaginu en oft á tíðum fyrir lág laun.

Halldór Fannar ólst upp í Grafarvogi og útskrifaðist af stærðfræðibraut frá Verslunarskóla Íslands.

„Sumarið 2007 réð ég mig í sumarvinnu hjá Byr og þáði síðan fullt starf í þjónustuverinu. Á þessum tíma voru margir viðskiptavinir bankans vissulega reiðir og oft getur fólk verið dónalegra í gegnum síma sem ég fékk að finna fyrir og þess vegna segi ég alltaf að ég hafi verið stuðpúði fyrir sparisjóðinn á þessum fyrstu misserum eftir hrun.

Eftir þrjú ár í þjónustuverinu fékk ég nóg og vildi prófa eitthvað annað.“

Halldór Fannar starfaði meðal annars í byggingarvinnu og stundaði smíði í kvöldskóla. Þá starfaði hann hjá Minjavernd þar sem hann tók þátt í að gera upp sögufræg hús víða um land. Hann eignaðist síðan son og vildi þá fara í fjölskylduvænna starf.

„Upphaflega hafði ég hugsað mér að vinna á leikskólanum hans. En Reykjavíkurborg er með þessa stefnu, að foreldrar mega ekki vinna á sama leikskóla og barnið þannig að ég tók hlutastarfi á Ösp sem er í göngufæri við heimili okkar og Holt sem er leikskólinn hans.

Ég byrjaði í hlutastarfi og tók síðan við fullu starfi á leikskólanum. Ég get leyft mér að vinna hérna af því að ég og konan mín eigum okkar eigin íbúð í Breiðholtinu. Á leikskólum borgarinnar fær enginn launahækkun á grundvelli reynslu eða frammistöðu,“ segir Halldór Fannar en hann hefur notið reynslu vinnufélaga sinna sem hafa margir hverjir hafa áratugareynslu af leikskólastarfi. Sú reynsla hefur bæði hjálpað honum í vinnunni og sömuleiðis í foreldrahlutverkinu. Launin eru hins vegar ekki það sem stendur upp úr í leikskólastarfinu.

„Ég er 34 ára gamall, tveggja barna faðir, með þriggja og hálfs árs gamlan dreng og nýfætt stúlkubarn, ég er með sömu laun núna og ég hafði sem reynslulaus háskólanemi í sumarvinnu hjá banka fyrir 10 árum.

Fyrir fullt starf er ég með 250 þúsund krónur í laun eftir skatt, hinsvegar er ég í miklu mikilvægara starfi hérna á leikskólanum en hjá bankanum. Bara þetta segir mér að það er eitthvað mikið að í þessu þjóðfélagi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Flugfreyja hjá WOW air: „Veröld mín hrundi“

Flugfreyja hjá WOW air: „Veröld mín hrundi“
Fyrir 2 dögum

Íslenskur smáborgaraháttur

Íslenskur smáborgaraháttur