fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Fréttir

Barnastjarna keppir við bróður sinn í flugeldasölu

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 30. desember 2018 16:00

Einar S. Ólafsson DV 4. ágúst 2000.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enn á ný takast bræðurnir Einar S. Ólafsson og Rúnar Laufar Ólafsson á á flugeldamarkaðinum. Einar rekur Alvöru flugelda í Akralind og Rúnar Stóra flugeldamarkaðinn við Smiðshöfða. Athygli vekur að Rúnar notar skilti merkt Alvöru flugeldum til að auglýsa sinn markað. Til að byrja með ráku bræðurnir saman flugeldasölu en það samstarf varði aðeins í eitt ár.

Brugðust illa við

DV hefur áður fjallað um samkeppni bræðranna og tóku þeir þá báðir illa í spurningar blaðamanns. „Finnst þér þetta upphefjandi fyrir þig sem persónu?“ sagði Einar og „Hættu að búa til þvælu,“ sagði Rúnar.

Einar kom Íslendingum fyrst fyrir sjónir sem barn með hinu geysivinsæla lagi „Ég vil ganga minn veg.“ Hann átti þó ekki eftir að ílengjast í tónlistinni heldur gerðist síðar bifvélavirki. Einar komst aftur í deigluna þegar hann gekk í það heilaga í Krossinum með annarri barnastjörnu, Hönnu Valdísi Guðmundsdóttur, sem söng svo ljúflega um Línu langsokk í eina tíð. Minna hefur farið fyrir Rúnari á opinberum vettvangi.

Umdeildur bransi

Barátta bræðranna er langt því frá að vera eini barningurinn þegar kemur að flugeldamarkaðinum. Lengi vel hefur staðið styr milli björgunarsveitanna annars vegar og einkarekinna flugeldasala hins vegar. Vilja sumir meina að það séu hrein drottinsvik að kaupa ekki flugelda af björgunarsveitunum. Hafa þó íþróttafélög og önnur félagasamtök sem selja flugelda sloppið að mestu við gagnrýni.

Einnig eru fleiri og fleiri að komast á þá skoðun að flugelda eigi að banna alfarið. Þeir sem beita sér fyrir banninu gera það á grundvelli umhverfissjónarmiða, dýraverndar og lýðheilsusjónarmiða. Enn virðist þó sem flestir Íslendingar vilji halda í þennan sið og benda á að fjöldi útlendinga komi til landsins gagngert til að fylgjast með brjálæðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Daði Már: „Þetta er hlut­ur sem ég tek mjög al­var­lega“

Daði Már: „Þetta er hlut­ur sem ég tek mjög al­var­lega“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Lögregla hafði afskipti af verulega ölvuðum 15 ára börnum

Lögregla hafði afskipti af verulega ölvuðum 15 ára börnum
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Kröfðust þess að fá að halda áfram að dæla svínaskít út í sjó við Kjalarnes og Vatnsleysuströnd

Kröfðust þess að fá að halda áfram að dæla svínaskít út í sjó við Kjalarnes og Vatnsleysuströnd
Fréttir
Í gær

Jón Þór fluttur í opið fangelsi – Reyndi að myrða barnsmóður sína á Vopnafirði í fyrra

Jón Þór fluttur í opið fangelsi – Reyndi að myrða barnsmóður sína á Vopnafirði í fyrra
Fréttir
Í gær

Úrskurðaðir í gæsluvarðhald fram í miðjan október – Gífurlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði

Úrskurðaðir í gæsluvarðhald fram í miðjan október – Gífurlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur hneykslaður: Sjáðu hvað árið í fimleikum kostar í Reykjanesbæ – „Hverjir hafa efni á þessu?“

Vilhjálmur hneykslaður: Sjáðu hvað árið í fimleikum kostar í Reykjanesbæ – „Hverjir hafa efni á þessu?“
Fréttir
Í gær

Bensínsprengju kastað í hús í Hafnarfirði

Bensínsprengju kastað í hús í Hafnarfirði
Fréttir
Í gær

Krafði leigjandann um himinháa upphæð eftir aðeins fimm mánaða leigutíma – Lagði engar sannanir fram

Krafði leigjandann um himinháa upphæð eftir aðeins fimm mánaða leigutíma – Lagði engar sannanir fram