fbpx
Mánudagur 15.desember 2025
Fréttir

Rúmlega 60 létust eða slösuðust af völdum fíkniefnaaksturs á fyrstu átta mánuðum ársins

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 3. desember 2018 06:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fyrstu átta mánuðum ársins slösuðust eða létust rúmlega 60 manns í slysum sem rekja má til aksturs undir áhrifum fíkniefna. Fjölgun hefur orðið á þeim sem slasast í framanákeyrslum.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Þórhildi Elínu Elínardóttur, samskiptastjóra Samgöngustofu, að erfitt sé að eiga við þessa miklu aukningu á fíkniefnaakstri.

„Fyrir fólk sem er að brjóta af sér með því að nota fíkniefni yfir höfuð er það að aka undir áhrifum ekki endilega mikill þröskuldur. Notendur fíkniefna eru fyrst og fremst sjálfum sér verstir en ef þeir eru komnir út í umferðina undir áhrifum eru þeir líka orðnir hættulegir fyrir allt umhverfið.“

Ef haft eftir Þórhildi. Samkvæmt tölum Samgöngustofu létust 67 manns eða slösuðust á fyrstu átta mánuðum ársins vegna fíkniefnaaksturs. Á sama tíma á síðasta ári var fjöldinn 35 og allt árið voru það 52.

10 manns létust eða slösuðust alvarlega á fyrstu átta mánuðum ársins vegna fíkniefnaaksturs og hafa aldrei verið fleiri síðan skráning hófst. Þórhildur segir að hér sé um samfélagsverkefni að ræða að vinna gegn þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stórtækir þjófar létu greipar sópa á Hornafirði

Stórtækir þjófar létu greipar sópa á Hornafirði
Fréttir
Í gær

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gluggi kom af stað nágrannaerjum í Garðabæ – Bærinn skammaður fyrir vinnubrögð sín

Gluggi kom af stað nágrannaerjum í Garðabæ – Bærinn skammaður fyrir vinnubrögð sín
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hestamönnum neitað um aðgengi að Hvaleyrarvatni

Hestamönnum neitað um aðgengi að Hvaleyrarvatni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga