fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Finnst þér að Ágúst Ólafur eigi að segja af sér þingmennsku? Segðu þína skoðun

Ágúst Borgþór Sverrisson, Tómas Valgeirsson
Þriðjudaginn 11. desember 2018 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Öll spjót standa nú á Ágústi Ólafi Ágústssyni, þingmanni Samfylkingarinnar, vegna áreitni hans við Báru Huld Beck, blaðamann á Kjarnanum, síðastliðið sumar, ekki síst eftir að Bára Huld sendi frá sér yfirlýsingu í dag sem gefur til kynna að framkoma Ágústs Ólafs við sig hafi verið mun grófari en ætla hefði mátt af yfirlýsingu þingmannsins um atvikið síðastliðið föstudagskvöld.  

Ágúst Ólafur véfengir ekki yfirlýsingu Báru Huldar og má því slá því föstu að hann hafi ítrekað reynt að kyssa hana gegn vilja hennar og sívirt hana í tali. Upplifði Bára Huld framkomu hans sem ógnandi og segir:  

„Ágúst Ólafur reyndi ekki að kyssa mig tvívegis heldur ítrekað. Hann reyndi það aftur og aftur þrátt fyrir að ég hefði neitað honum og sett skýr mörk. Í hvert sinn sem ég neitaði honum þá niðurlægði hann mig með ýmsum hætti. 

Atvikið átti sér stað á skrifstofu Kjarnans. Bára Huld hafði boðið Ágústi þangað til að þau gætu haldið samtali sínu áfram en Ágúst virtist hafa misskilið það sem boð um náin kynni. Bára Huld segir:  

„Mín upplifun af þessum aðstæðum var algjört varnarleysi. Það orsakaðist af því að ég varð fyrir ítrekaðri áreitni af hálfu annars einstaklings. Það orsakaðist af því að ég var blaðamaður sem varð fyrir áreitni af hálfu þingmanns. Það orsakaðist af því að ég var starfsmaður fyrirtækis sem varð fyrir áreitni af hálfu fyrrverandi hluthafa í því fyrirtæki. Allt þetta gerði það að verkum að ég hugsaði að mögulega væri starf mitt í hættu. Að ég gæti ekki lengur unnið við það sem ég vinn við þar sem að þarna væri á ferðinni áhrifamaður í valdastöðu. Mér fannst ég líka algjörlega niðurlægð og var gjörsamlega misboðið vegna ítrekaðra ummæla hans um vitsmuni mína og útlit.“ 

Annars er ekkert að marka neitt sem þið segið. Ekkert. 

Áköf skoðanaskipti hafa átt sér stað í dag um stöðu Ágústs Ólafs vegna þessa máls. Þar spilar inn í að Samfylkingin er flokkur sem lagt hefur þunga áherslu á baráttu gegn kynferðisbrotum og kynferðislegri áreitni. Mál hans er einnig borið saman við mál sexmenninganna á Klaustur Bar. Enginn þeirra hefur sagt af sér þingmennsku en tveir hafa farið í launalaust leyfi. Margt bendir til að hinir fjórir séu einangraðir á Alþingi og hefur þeim verið haldið frá nefndarfundum auk þess sem fjórar þingkonur gengur út undir ræðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar fyrir skömmu.  

Heiða B. Heiðars, markaðs- og sölustjóri Stundarinnar, leggur orð í belg um mál Ágústs Ólafs í dag og skrifar:  

Afsakið… en Ágúst Ólafur verður að segja af sér. Annars er ekkert að marka neitt sem þið segið. Ekkert. 

Orðum sínum beinir Heiða augljóslega til Samfylkingarinnar. Hinn þekkti þjóðfélagsrýnir, Eva Hauksdóttir, svarar hins vegar:  

Ósammála. Eitt er að koma illa fram við einstakling, annað að taka við vegtyllum á alþjóðavettvangi sem sérstakur verndari kurteislegrar tjáningar um tiltekinn hóp og halda svo sjálfur uppi „rakarastofutali“ á opinberum vettvangi. Annað er mannlegur breyskleiki, hitt að leika tveim skjöldum. Það má vitanlega gagnrýna menn sem káfa á konum en það þýðir ekki endilega að slíkum manni sé ekki treystandi til að taka þátt í lagasetningu. En það er ekki hægt að treysta þeim sem markvisst gefa sig út fyrir að hafa aðrar skoðanir en þeir raunverulega hafa. 

Er ljóst að Eva telur ríkari ástæðu fyrir Gunnar Braga Sveinsson, þann orðljótasta frá drykkjusamsæti sexmenninganna frá Klaustur Bar, til að segja af sér en Ágúst Ólaf.  

Fyrr í dag sagði fjölmiðlamaðurinn Atli Fannar Bjarkason þetta um siðanefnd Samfylkingarinnar, sem hefur haft mál Ágústs Ólafs til meðferðar:  

,,Enginn segir mér að nefndin setji ekki hagsmuni flokksins í 1. sæti. Af hverju var ekki brugðist við yfirlýsingunni frá honum fyrir nokkrum dögum, í ljósi þess að hún var á skjön við það sem nefndin og fleiri í flokknum vissu? Bára neyddist til að stíga fram og leiðrétta.“ 

Ágúst Ólafur Ágústsson hefur tekið sér tveggja mánaða launalaust leyfi frá þingmennsku vegna málsins. Margir telja að þetta ekki nóg og segja að hann eigi að segja af sér.

Hver er þín skoðun? 

Greiddu atkvæði hér að neðan.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Í gær

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri

Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“