fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Heimsóknin sem Ómar gleymir seint: „Bruðlið var þvílíkt að bæjarbúar náðu ekki upp í nef sér af hneykslun“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 5. desember 2018 15:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Krónprins sem þekkir ekkert annað en endanlausan auð, spillingu og takmarkalaus völd verður auðvitað firrtur og til alls vís.“

Þetta segir fjölmiðlamaðurinn Ómar Ragnarsson í áhugaverðri upprifjun á bloggsíðu sinni.

Tilefni upprifjunarinnar er frétt um meinta aðkomu krónprinsins í Sádi Arabíu, Mohammed bin Salman, á morðinu á blaðamanninum Jamal Khashoggi. Tveir þingmenn Repúblikana í öldungadeild þingsins lýstu þeirri skoðun sinni að Salman hefði komið að morðinu með einum eða öðrum hætti. Annar þeirra, Lindsey Graham, sagði að Salman væri brjálaður og hættulegur og hefur hann hvatt Donald Trump til að vera mikið harðari í afstöðu sinni til krónprinsins.

Yfirskrift greinar Ómars er Hömluleysi, firring og tryllingur og segir hann að þessi þrjú orð hafi komið upp í hugann þegar hann kom til bæjarins Avon í Colorado í Bandaríkjunum fyrir 16 árum. Ómar kom til bæjarins skömmu eftir að krónprins Sádi-Arabíu hafði lokið skíðaferð sinni þar í bænum.

„Fram að því hafði þessi valdamaður í öflugasta olíuríki heims farið í skíðaferðir sínar til Alpanna, en bæjarbúar í Avon með Gerald Ford, fyrrverandi forseta í fararbroddi, höfðu getað lokkað hinn auðuga krónprins þangað með því að yfirbjóða skíðabæinn Aspen,“ segir Ómar sem bætir við að þetta hafi verið árangur af markvissu starfi við að bjóða upp á lúxus sem enginn annar gæti boðið upp á.

„Meðal þess var skíðalyfta, þar sem skíðafólkið fór upp inni í jarðgöngum til þess að þurfa ekki að láta sér verða kalt á uppleiðinni! Á flottasta brautasvæðinu var skíðað niður í endamark efst í bænum, en þar gat skíðafólkið farið áfram niðureftir eftir ílöngum golfvelli sem tók við af skíðabrautinni! Krónprinsinn leigði heilt 100 herbergja hótel eins og það lagði sig.“

Ómar segir að glás af limósínum og þyrlur hafi fylgt herlegheitunum.

„Og bruðlið var þvílíkt að bæjarbúar náðu ekki upp í nefið á sér af hneykslun. Þó ók lunginn af þeim á stórum lúxusbílum og bensínhákum, sem eyddu bensíninu, sem hið fjarlæga olíuríki skaffaði til að viðhalda ameríska draumnum, og ríkasti hluti bæjarbúa bjó í sérstöku hverfi af lúxusvillum sem var innan víggirðingar sem var gætt vandlega og þurfti aðgangskort að varðhliðunum.“

Ómar segir svo að um allan bæ hafi verið dýrindis höggmyndir og styttur til að undirstrika velsæld og munað sem væri í sérflokki.

„Okkur var sagt að firring og hömlulaust bruðl hinna tignu gesta væri það yfirgengilegasta sem sést hefði og þurfti þó talsvert til í landi margra auðugustu manna heims,“ segir Ómar sem kemur síðan að tilefni pistilsins.

„Krónprins sem þekkir ekkert annað en endanlausan auð, spillingu og takmarkalaus völd verður auðvitað firrtur og til alls vís. Þegar sagt er að hann sé „brjálaður“ má hafa til hliðsjónar hið fornkveðna, að það þarf sterk bein til að þola góða daga. En meðan staða Sádi-Arabíu er eins og hún er, telja flestar þjóðir heims sér ekki annað fært en að skríða fyrir hinum ósnertanlegu handhöfum hins mikla olíuvalds.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur
Fréttir
Í gær

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“
Fréttir
Í gær

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar