fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Tölvupóstum Hrólfs eytt af Reykjavíkurborg

Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson
Föstudaginn 23. nóvember 2018 08:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tölvupóstum Hrólfs Jónssonar, fyrrverandi skrifstofustjóri skrifstofu eigna og atvinnuþróunar Reykjavíkurborgar, hefur verið eytt samkvæmt reglum Reykjavíkurborgar. Aðeins hefur verið haldið upp á þau tölvupóstsgögn sem Hrólfur ákvað sjálfur að vista hjá skjalasafni borgarinnar. Óvíst er hversu marga, ef nokkra, tölvupósta hann vistaði. Hrólfur var einn lykilþátttakandi í svokölluðu Braggamáli og í samtali við fjölmiðla hefur hann viðurkennt að bera ábyrgð á málinu. Rannsókn innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar á áðurnefndri framkvæmd stendur nú yfir. Ætla má að tölvupóstsamskipti Hrólfs séu afar mikilvæg gögn í þeirri vinnu. Í svari sem DV fékk frá Reykjavíkurborg kemur fram að reglan sé sú að ef ekki hafist borist beiðni til upplýsingatæknideildar um að geyma tölvupóst starfsmanns frá yfirmanni hans þá sé tölvupóstinum sjálfkrafa eytt þremur mánuðum eftir starfslok. Samkvæmt skipuriti Reykjavíkurborgar er yfirmaður Hrólfs Stefán Eiríksson borgarritari. Í stuttu samtali við DV segist hann ekki hafa beðið um að tölvupóstarnir yrðu vistaðir.

Málið er alvarlegt í ljósi þess að borgarlögmaður hóf skoðun á braggamálinu í ágúst 2017 eftir að innkauparáð Reykjavíkurborgar hafði óskað eftir álitsgerð um framkvæmdina. Ljóst er því að öll gögn sem tengjast málinu eru mikilvæg, sérstaklega tölvupóstar Hrólfs.

Stingur víða niður fæti

Hrólfur, sem lét af störfum hjá Reykjavíkurborg í apríl á þessu ári, hefur komið við sögu í mörgum umdeildum málum undanfarnar vikur. DV greindi frá í vikunni að Hrólfur hafi nýlega haldið tónleika í Eldborgarsal Hörpu með hljómsveit sinni, 13 tunglum, þar sem gestir borguðu 8. 000 þúsund krónur fyrir að hlusta á meðal annars 15 frumsamin lög Hrólfs. Tvö hundruð miðar sem seldir voru á tónleika hans voru hins vegar keyptir af bílaumboðinu Heklu. Hrólfur stýrði samningaviðræðum Reykjavíkurborgar við Heklu vegna fyrirhugaðrar lóðaúthlutunar borgarinnar til fyrirtækisins í Mjódd og uppbyggingar á svokölluðum Heklureit þar sem er áætlað að byggja yfir 400 íbúðir. Þá verður hluti svæðisins nýttur fyrir áætlaða borgarlínu.

Þá greindi Fréttablaðið frá því í vikunni að Hrólfur hefði leigt út hluta af Alliance-húsinu til dóttur sinnar. Skömmu áður hafði Reykjavíkurborg fest kaup á húsinu og leiddi Hrólfur þau kaup. Enginn skriflegur leigusamningur var gerður á milli Reykjavíkurborgar og dóttur Hrólfs heldur var eingöngu gerður munnlegur leigusamningur um leigukjör sem voru langt undir markaðsverði.

Hrólfur Jónsson sagði í samtali við Morgunblaðið að hann tæki fulla ábyrgð á Braggamálinu svokallaða og hefur innri endurskoðun Reykjavíkurborgar hafið rannsókn á þeirri framkvæmd, sem fór langt fram úr upprunalegri kostnaðaráætlun. DV spurði Reykjavíkurborg hvort einhver tölvupóstssamskipti hafi átt sér stað á milli skrifstofu borgarstjóra og Hrólfs Jónssonar vegna framkvæmda við Nauthólsveg 100, þar sem bragginn er.

Talsverð umræða hefur verið um hvort að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hafi verið upplýstur um stöðu mála varðandi braggaframkvæmdirnar. Hefur Hrólfur sjálfur sagt að engin samskipti hafi verið milli hans og borgarstjóra varðandi málið. Í svari til DV staðfestir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar, að engin tölvupóstssamskipti hefðu verið á milli skrifstofu borgarstjóra og Hrólfs vegna braggans. Varðandi mögulega eyðingu mikilvægra sönnunargagna segir Bjarni að leyfilegt sé að eyða öllum tölvupóstum starfsfólks sem lætur af störfum hjá borginni þremur mánuðum eftir að það hættir.

Gegnir mikilvægum trúnaðarstörfum

Hrólfur Jónsson situr í dag í stjórn Stæði slhf. sem er félag í eigu Bílastæðasjóðs og tónlistarhússins Hörpu, þrátt fyrir að vera hættur sem starfsmaður hjá Reykjavíkurborg. Þar bendir ýmislegt til þess að Hrólfur sitji beggja vegna borðsins því ráðgjafarfyrirtæki Hrólfs, 13 tungl ehf., sinnir ráðgjafastörfum fyrir eignarhaldsfélag sem er í viðræðum við Stæði slhf., félagið sem hann sjálfur situr í stjórn í. Í samtali við DV sagði Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu og stjórnarmaður í Stæðis slhf., að hún hafi talið það hentugast að Hrólfur sæti ekki áfram í stjórn félagsins. Hún viðurkennir þó að hafa aðeins komið þeim áhyggjum á framfæri  við Hrólf sjálfan, það hafi hún gert í byrjun sumars. Hún hafi ekki  komið áhyggjum sínum á framfæri við Reykjavíkurborg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

„Forkastanlegt að atvinnurekendur skuli grafa með þessum hætti undan réttindum launafólks“

„Forkastanlegt að atvinnurekendur skuli grafa með þessum hætti undan réttindum launafólks“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“
Fréttir
Í gær

Öskrin í konunni reyndust á „heldur jákvæðari nótum“ en óttast var

Öskrin í konunni reyndust á „heldur jákvæðari nótum“ en óttast var
Fréttir
Í gær

Zelenskyy segir að hægt sé að senda erlendar hersveitir til Úkraínu áður en af NATÓ-aðild verður

Zelenskyy segir að hægt sé að senda erlendar hersveitir til Úkraínu áður en af NATÓ-aðild verður
Fréttir
Í gær

Ákeyrsla á bílastæði eyðilagði framtíðina sem hún stefndi að

Ákeyrsla á bílastæði eyðilagði framtíðina sem hún stefndi að
Fréttir
Í gær

Sigurður Fannar ákærður fyrir morð á dóttur sinni

Sigurður Fannar ákærður fyrir morð á dóttur sinni