fbpx
Föstudagur 20.september 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Eplin falla við eikurnar

Fréttir

Tryggvi fastur á Landspítalanum í átta mánuði – „Börnin eru bara að molna niður“

Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson
Laugardaginn 17. nóvember 2018 12:04

Tryggvi Ingólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tryggvi Ingólfsson, sem er lamaður fyrir neðan háls, hefur í átta mánuði þurft að dúsa í litlu herbergi á Landspítalanum í Fossvogi. Áður hafði hann dvalið við gott atlæti á dvalar- og hjúkrunarheimilinu á Kirkjuhvoli á Hvolsvelli í ellefu ár. Í byrjun árs þurfti Tryggvi að fara í aðgerð á Landspítalanum. Á meðan hann var fjarverandi skrifaði starfsfólk heimilisins undir undirskriftalista þess efnis að það myndi ganga út ef Tryggvi sneri aftur á Kirkjuhvol. Hefur fjölskylda Tryggva fengið mismunandi skýringar á þessum aðgerðum starfsfólks, allt frá því að Tryggvi væri erfiður í samskiptum og ylli miklu álagi á starfsfólk, yfir í að ekki væri hægt að tryggja öryggi hans á Kirkjuhvoli. Hjúkrunarheimilið gat þó í 11 ár veitt honum þjónustu án þess að nokkurn tímann hafi verið rætt að öryggi hans væri ógnað með veru hans þar.

Í stað þess að dvelja í rúmlega 500 metra fjarlægð frá eiginkonu sinni þá aðskilja rúmlega 100 kílómetrar þau. Tryggvi dvelur einn og yfirgefinn á lungnadeild Landspítalans í Fossvoginum og getur ekki hitt ástvini sína eins oft og hann langar. Hann segist upplifa sig sem einskis nýtan pappakassa sem er hent í geymslu. Fjölskyldumeðlimir telja að um gróft mannréttindabrot sé að ræða en engin lausn virðist í sjónmáli. Kostnaðurinn við dvöl Tryggva í Fossvoginum er ærinn eða 350 þúsund krónur á dag.

„Manni líður eins og maður sé einhver sökudólgur“

Tryggvi segir að fjarveran frá fjölskyldunni sé það erfiðasta sem hann er að ganga í gegnum þessa daganna. „Þetta er bara orðið þannig núna að börnin eru bara að molna niður. Nú eru þetta engin smábörn sem við eigum. Við hjónin erum kannski af gamla skólanum og við bara bítum á jaxlinn, en þegar við sjáum börnin okkar vera að bugast þá er mjög erfitt að horfa upp á það. Þetta er að leggjast ansi þungt á okkur“

Hann segir samfélagið hafa sýnt sér og fjölskyldu sinni mikinn stuðning þegar hann lenti í slysinu en núna sé staðan önnur.  „Ég hef stundum talað um það að eitt var að lenda í slysinu, það var nógu erfitt, þá stóðu allir með okkur. Það sýndu okkur allir samúð, en núna er þetta skipt meira með eða á móti. Manni líður eins og maður sé einhver sökudólgur.“

Ástæða brottrekstrar síbreytileg

Rétt er að geta þess að fjörtíu starfsmenn starfa á Kirkjuhvoli og því var aðeins hluti starfsmannanna ósáttur við Tryggva. Ástæðan fyrir þessum viðbrögðum starfsfólks var sögð sú að Tryggvi væri erfiður í samskiptum. Seinna var því haldið fram að mannekla á Kirkjuhvoli væri ástæðan fyrir því að hann gæti ekki snúið til baka, en síðasta ástæðan sem var gefin var sú, sem fyrr segir, að ekki væri hægt að trygga öryggi hans. Í kjölfarið sagði sveitarfélagið einhliða upp samningi við ríkið vegna umönnunar Tryggva.

Í átta mánuði hefur líf Tryggva verið í biðstöðu og unir hann hag sínum illa. Hann þakkar starfsfólki Landspítalans sérstaklega fyrir að reyna gera allt í sínu valdi til að gera vist hans þar eins þægilega og hægt er. Fjölmiðlar fjölluðu um málið fyrir sjö mánuðum en engin lausn hefur enn fundist.

„Það hefur ekkert gerst núna í átta mánuði. Ég hef verið heimilislaus í átta mánuði, í fyrsta skipti á ævinni,“ segir Tryggvi, sem kann því afar illa að dveljast fjarri eiginkonu sinni og fimm börnum. „Það er enginn sem tekur ábyrgð á þessu máli og það er aldrei neinn sem ræðir við mig að fyrra bragði. Börnin mín hafa verið að krefja yfirvöld um lausn á málinu og það er í eina skiptið sem eitthvað fer á hreyfingu,“ segir Tryggvi.

Viðbrögð starfsfólks komu á óvart

Hann segir að viðbrögð starfsfólks á Kirkjuhvoli hafi komið honum í opna skjöldu. „Mér leið mjög vel á Kirkjuhvoli og var ánægður með þá umönnun sem ég fékk. Það kom mér mjög á óvart þegar ég heyrði að starfsfólk vildi ekki fá mig aftur,“ segir Tryggvi. Hann vísar því alfarið á bug að hann hafi verið erfiður í samskiptum.

DV hefur ítrekað reynt að fá svör frá sveitarfélaginu vegna málsins en án árangurs. Þau svör sem þó berast eru á þann veg að ekki verði rætt um einstök mál, eða vísað á aðra sem einnig neita að tjá sig um málið. Þá óskaði DV eftir afriti af samningi sveitarfélagsins, Rangárþings eystra, við velferðarráðuneytið um umönnun Tryggva en bárust þá þau svör að slíkur samningur væri ekki tiltækur hjá sveitarfélaginu né uppsögn hans.

Hér að neðan má sjá viðtal við Tryggva.

DV mun halda áfram að fjalla nánar um mál Tryggva á næstu dögum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Flugmaður fluttur á bráðadeild eftir slys við Skálafell

Flugmaður fluttur á bráðadeild eftir slys við Skálafell
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pervertinn í háskólanum var ungur Íslendingur: „Hann faldi sig þarna út um allt“

Pervertinn í háskólanum var ungur Íslendingur: „Hann faldi sig þarna út um allt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þrír íslenskir piltar ákærðir í stóru fíkniefnamáli: Brynjar, Dagur og Halldór sakaðir um smygl á 16 kílóum

Þrír íslenskir piltar ákærðir í stóru fíkniefnamáli: Brynjar, Dagur og Halldór sakaðir um smygl á 16 kílóum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur hoppandi illur út í Landsbankann: „Greiða 483 þúsund meira í vaxtakostnað á ári“

Vilhjálmur hoppandi illur út í Landsbankann: „Greiða 483 þúsund meira í vaxtakostnað á ári“