fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fréttir

Ekið á gangandi konu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 11. nóvember 2018 08:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Laust fyrir miðnætti í gærkvöld var maður handtekinn í póstnúmeri 104 Reykjavík, grunaður um innbrot í heimahús. Maðurinn var vistaður fyrir rannsókn málsins í fangageymslu lögrelgu.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar. Þar segir einnig frá umferðarslysi á þriðja tímanum í nótt þar sem ekið var á gangandi konu í hverfi 108. Konan var flutt með sjúkrabíl á slysadeild en hún var með áverka eða aflögun á fæti.

Um fjögurleytið í nótt var maður handtekinn á veitingahúsi í miðbæ Reykjavíkur. Er maðurinn grunaður um ósæmilega hegðun en ekki kemur fram í dagbók lögreglu í hverju ósiðsemin var fólgin. Hann var vistaður fyrir rannsókn málsins í fangageymslu lögreglu.

Á tíunda tímanum í gærkvöld var maður handtekinn í Breiðholti, grunaður um yfirhylmingu, vörslu fíkniefna, brot á vopnalögum og fleira. Hann var vistaður fyrir rannsókn málsins í fangageymslu lögreglu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Elín Hirst óttast um velferð föður síns

Elín Hirst óttast um velferð föður síns