fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Fréttir

Apple hægir viljandi á gömlum símum: Svona lagarðu það

Guðmundur Ragnar Einarsson
Sunnudaginn 11. nóvember 2018 22:00

Það þarf margar hendur til að framleiða iPhone.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Apple er viljandi búið að hægja á iPhone X, iPhone 8 Plus og iPhone 8, en fyrirtækið heldur því fram að þessi aðgerð þeirra hindri að eldri símar slökkvi fyrirvaralaust á sér. Þeir sem eiga ofangreinda síma hafa væntanlega tekið eftir þessu stuttu eftir að Apple bauð upp á nýja uppfærslu á stýrikerfi símanna í síðustu viku.

Apple hefur áður gert þetta við eldri týpur af símum þegar að ný týpa lítur dagsins ljós, en fyrirtækið staðfesti þetta ekki fyrr en í desember á síðasta ári, eftir að fjölmargar sögusagnir fóru á kreik. Reyndist grunurinn rökstuddur og sögðu forsvarsmenn Apple hafa viljandi hægt á öllum iPhone6- og iPhone SE-símum yfir tólf mánaða tímabil.

Nýja uppfærslan heitir iOs 12.1 og kemur í veg fyrir að eldri týpur af iPhone séu mjög hraðvirkar. Apple heldur því fram að þetta sé til þess að batteríin endist lengur. Kemur þessi uppfærsla í kjölfar þess að nýr iPhone, iPhone XS, kom á markað.

Þeir sem eru að glíma við þetta hvimleiða vandamál eldri týpanna geta kippt þessu í lag í nokkrum einföldum skrefum, eins og sagt er frá á vef The Sun:

1. Fara í Settings í símanum.
2. Smella á Battery og síðan Battery Health.
3. Skruna niður í flokk sem heitir Peak Performance Capability og smella á Disable.

Góðar leiðbeiningar á The Sun.

Þá er búið að afvirkja frammistöðustjórnun (e. performance managment) símans. Hins vegar er rétt að taka fram að þegar er búið að afvirkja hana er ekki hægt að virkja hana aftur handvirkt. Frammistöðustjórnunin virkjast á ný þegar að síminn slekkur fyrirvaralaust á sér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að hestamannafélag hafi fengið svæði sem ætlað hafi verið íbúum í hjólhýsum og húsbílum

Segir að hestamannafélag hafi fengið svæði sem ætlað hafi verið íbúum í hjólhýsum og húsbílum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Útgáfufélag Viljans úrskurðað gjaldþrota – Samnefndur fjölmiðill mun þó halda sínu striki

Útgáfufélag Viljans úrskurðað gjaldþrota – Samnefndur fjölmiðill mun þó halda sínu striki