fbpx
Sunnudagur 16.júní 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Einar mjög ósáttur: „Hjá OR fá dónar og káfarar starfslokasamninga“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 10. október 2018 11:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Eftir situr á sorglegan hátt sú staðreynd að hjá OR fá dónar og káfarar starfslokasamninga og svigrúm til að fara í meðferð en konur sem láta ekki bjóða sér dónaskap og eru sendar í rannsókn hjá Innri Endurskoðanda Reykjavíkurborgar. Þetta kallar á einhverskonar heiðursverðlaun í meðvirkni.“

Þetta segir Einar Bárðarson, eiginmaður Áslaugar Thelmu Einarsdóttur. Áslaug er fyrrverandi forstöðumaður markaðs- og kynningarmála hjá Orku náttúrunnar en henni var sagt upp störfum fyrir skemmstu. Uppsögnin vakti mikla athygli á dögunum og var Bjarna Má Júlíussyni, framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar, vikið frá störfum eftir að hafa sýnt af sér dónalega hegðun í garð samstarfsfólks. Sagði Einar að Áslaug hefði ítrekað gert athugasemdir við framkomu Bjarna en síðar verið rekin úr starfi, án nokkurra skýringa. Líkt og hefur komið fram þá telur hún uppsögn sína tengjast því að hún hafi benti á óviðeigandi framkomu Bjarna.

Einar segir á Facebook-síðu sinni í morgun:

„Í dag er einn mánuður frá því að Áslaugu Thelmu konunni minni var sagt upp án útskýringa hjá ON/OR og henni fylgt úr húsi. Uppsögnin hefur dregið dilk á eftir sér sem varla þarf að kynna en yfirmaðurinn sem sagði henni upp var rekinn sólarhring eftir fund Áslaugar með forstjóra OR/ON. Þar sem Áslaug óskaði skýringa á uppsögninni sinni. Forstjórinn er sjálfur heima á launum og Innri Endurskoðun rannsakar núna vinnustaða “menningu“ þessa stærsta fyrirtækis Reykjavíkurborgar.“

Einar segir að nú þegar mánuður er liðinn hafi í fyrsta lagi enginn útskýrt fyrir Áslaugu af hverju henni var sagt upp störfum. „2. Engin hefur beðið hana afsökunar á uppsögninni.  3. Engin í stjórn ON eða yfirmenn OR þakkaði henni fyrir að þora að stíga fram. 4. Uppsögnin stendur ennþá og starfslok hennar hafa ekki verið endurskoðuð.“

Einar bendir svo á að nýr forstjóri hafi fundað með Áslaugu fyrir skemmstu, en trúnaður var um efni fundarins. „Það sem ekki fór fram á fundinum þarf þó væntanlega ekki að halda trúnað yfir og það var ekkert af því sem ég taldi hér upp að ofan.“

Einar segir að vegna þessa trúnaðar hafi ýmsir dregið þá ályktun að einhverskonar samningaviðræður séu í gangi. Raunin er þó ekki sú, að sögn Einars.

„Engar samningaviðræður eða tilraunir til samninga fóru fram á fundinum. Eftir situr á sorglegan hátt sú staðreynd að hjá OR fá dónar og káfarar starfslokasamninga og svigrúm til að fara í meðferð en konur sem láta ekki bjóða sér dónaskap og eru sendar í rannsókn hjá Innri Endurskoðanda Reykjavíkurborgar. Þetta kallar á einhverskonar heiðursverðlaun í meðvirkni,“ segir Einar en eftir uppsögn Bjarna Más var greint frá því að hann fengi 15 milljónir króna vegna starfsfloka sinna, eða laun í sex mánuði. Mánaðarlaun hans voru 2,4 milljónir á mánuði.

Einar segir að þó málið hafi ekki fengið þau endalok sem þau vonuðust eftir sé Áslaug sigurvegari.

„Konan mín er sigurvegari, á því leikur engin vafi. Hún er búin að leggja allt sitt á vogarskálarnar fyrir MeToo hreyfinguna. Hún er konum um allt land í öllum stéttum innblástur. Það finnum við allstaðar þar sem við komum síðustu vikur. Hún hefur ekki kallað á eða baðað sig upp úr athyglinni sem þetta mál hefur kallað til hennar. Kveðjurnar úr öllum áttum hafa þó eflt hana og styrkt í þessum stormi og fyrir þær erum við fjölskyldan þakklát.“

Einar segir að lokum í færslu sinni að mál Áslaugar sé á margan hátt prófsteinn á okkur sem samfélag.

„Vonandi ber Orkuveitunni gæfa til þess að leysa það með þeim hætti að konur muni í framtíðinni þora að stíga fram og feta þannig í fótspor Áslaugar og annara kvenna sem stigið hafa fram en hrökklist ekki lengra inn í hellinn á bak við dónanna. Það væri skref afturábak í öllu því sem við teljum að hafi áunnist í með MeToo byltingunni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Eirika segir móður sína vanrækta á Hrafnistu: „Systir mín hefur þurft að skipta um á blautu rúmi hjá mömmu“

Eirika segir móður sína vanrækta á Hrafnistu: „Systir mín hefur þurft að skipta um á blautu rúmi hjá mömmu“
Fréttir
Í gær

Þrír í haldi lögreglu: Umfangsmikil rannsókn á skipulagðri brotastarfsemi

Þrír í haldi lögreglu: Umfangsmikil rannsókn á skipulagðri brotastarfsemi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Missti stjórn á sér á lögreglustöðinni

Missti stjórn á sér á lögreglustöðinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fangi íslenska kerfisins: Vill miklu frekar fara til Nepal en vera áfram á Íslandi – „Ég vil ekki vera hérna lengur, mig langar bara heim“

Fangi íslenska kerfisins: Vill miklu frekar fara til Nepal en vera áfram á Íslandi – „Ég vil ekki vera hérna lengur, mig langar bara heim“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Háskólinn segir ofsagt að Helgi hafi verið rekinn: „Endanleg ákvörðun liggur ekki fyrir“

Háskólinn segir ofsagt að Helgi hafi verið rekinn: „Endanleg ákvörðun liggur ekki fyrir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristinn telur Sigríði bera ábyrgð á uppsögninni: „Þetta er eiginlega alveg írónískt, næstum bara fyndið ef þetta væri ekki grátlegt“

Kristinn telur Sigríði bera ábyrgð á uppsögninni: „Þetta er eiginlega alveg írónískt, næstum bara fyndið ef þetta væri ekki grátlegt“