fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fréttir

„Ekki að undra að hægri drengir eins og Gísli Marteinn og Logi Bergmann séu að pissa í sig af hlátri“

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 5. janúar 2018 10:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Smári Egilsson sósíalistaforingi og fyrrverandi útgefandi er ekki sáttur við hvernig Áramótaskaupið tók á Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins og segir að valið á leikstjóra Skaupsins sé sambærilegt því og ef Jared Kushner, tengdasonur Donalds Trump, yrði fenginn til að leikstýra Saturday Night Live. RÚV greindi frá því að Arnór Pálmi Arnarson leikstjóri Áramótaskaupsins hafi verið í óformlegu sambandi með dóttur Bjarna á meðan framleiðslu Skaupsins stóð. Var einnig greint frá því að Sjálfstæðisfólk á borð við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, Gísla Martein Baldursson og Logi Bergmann Eiðsson, eiginmaður aðstoðarmanns Bjarna, hafi verið mjög sátt við Skaupið. „Með betri Skaupum sem ég hef séð. Eitthvað fyrir alla, stuttir og öflugir sketsar, fjölbreytt, elskaði lögin, öflugar ádeilur og ekkert of rætið,“ sagði Áslaug Arna á Twitter.

Gunnar Smári segir að ánægja Gísla Marteins og Loga Bergmanns með Skaupið megi skýra með því að söguskýringar Bjarna og Sjálfstæðisflokksins hafi verið teknar gildar: „Bíddu, fyrst setur sýslumaður Sjálfstæðisflokksins lögbann á umfjöllun óháðra aðila um spillingi Bjarna Ben og svo felur Ríkisútvarpið vonbiðli dóttur Bjarna að leikstýra áramótaskaupinu. Ekki að undra að hægri drengir eins og Gísli Marteinn og Logi Bergmann séu að pissa í sig af hlátri. Samkvæmt skaupinu sprakk ríkisstjórn Bjarna ekki vegna varðstöðu hans með vini bjarnaníðings, sem vill svo til að er faðir Bjarna, gegn skýrum kröfum þolanda níðingsins, heldur út af unglingslegum dillum í krökkunum í Bjartri framtíð. Sem er einmitt sú söguskoðun sem Bjarni hefur haldið á lofti,“ segir Gunnar Smári á Facebook. Því skal þó halda til haga að Dóra Jóhannsdóttir, yfirhandritshöfundur Áramótaskaupsins, sagði að Arnór Pálmi hefði ekki haft atkvæðisrétt þegar rætt var um Bjarna í Skaupinu.

Gunnar Smári segir að Ísland sé í sérflokki spillingar: „Sjáið þið fyrir ykkur að Bandaríkjamenn myndu sætta sig við Jared Kushner sem leikstjóra Saturday Night Live?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Eftirlýstur hælisleitandi úrskurðaður í gæsluvarðhald eftir að hafa forðast brottvísun í tæp 3 ár

Eftirlýstur hælisleitandi úrskurðaður í gæsluvarðhald eftir að hafa forðast brottvísun í tæp 3 ár
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun
Fréttir
Í gær

Sífellt fleiri kalla eftir því að 71. greininni verði beitt gegn málþófi stjórnarandstöðunnar

Sífellt fleiri kalla eftir því að 71. greininni verði beitt gegn málþófi stjórnarandstöðunnar
Fréttir
Í gær

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skemmdarverk á Seltjarnarnesi – Lögreglan leitar vitna

Skemmdarverk á Seltjarnarnesi – Lögreglan leitar vitna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kemur fram á lokatónleikum Black Sabbath þrátt fyrir að hafa verið skotinn margsinnis – Árásarmennirnir gómaðir

Kemur fram á lokatónleikum Black Sabbath þrátt fyrir að hafa verið skotinn margsinnis – Árásarmennirnir gómaðir