fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024
Fréttir

Fjórtán ára stúlka fær bætur frá Facebook: Nektarmyndir birtar á netinu

Einar Þór Sigurðsson
Laugardaginn 13. janúar 2018 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Facebook hefur greitt fjórtán ára stúlku bætur eftir að nektarmyndir af henni voru birtar á þessum vinsælasta samfélagsmiðlavef heims.

Umrædd stúlka er búsett á Norður-Írlandi en myndirnar af henni voru birtar í nokkur skipti, á árunum 2014 til 2016, í einskonar hefndarklámshópi á Facebook.

Lögmenn stúlkunnar ákváðu að stefna Facebook og í vikunni tilkynntu þeir að náðst hefði samkomulag við Facebook um greiðslu bóta. Fyrirkomulag sáttarinnar er trúnaðarmál, en að sögn breskra fjölmiðla gæti þessi niðurstaða hrint af stað holskeflu málsókna þar sem umrædd stúlka er langt því frá sú eina sem orðið hefur fyrir barðinu á hefndarklámi á Facebook.

„Hefðu þessar myndir birst í dagblaði eða í sjónvarpi hefðu afleiðingarnar orðið miklar, og það sama á að eiga við þegar um samfélagsmiðlavef er að ræða,“ segir Pearse MacDermott, lögmaður stúlkunnar.

Facebook hefur ávallt haldið því fram að notendur sjálfir beri ábyrgð á því sem þeir setja á vefinn. Þessi niðurstaða gefur þó annað til kynna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt