fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Syndir kirkjunnar: Þjóðkirkjumenn hikandi og titrandi vegna máls séra Þóris – „Hefðum við vitað þetta hefðum við brugðist allt öðruvísi við“

Kristinn H. Guðnason, Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson
Laugardaginn 25. ágúst 2018 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 2015 var barnaníðingsmál innan Þjóðkirkjunnar gert upp á sáttafundi á Biskupsstofu þar sem þolandi og gerandi mættust. Gerandinn, séra Þórir Stephensen fyrrverandi Dómkirkjuprestur, gekkst við brotum sínum á fundinum en hefur síðan fengið að koma fram í kirkjulegum athöfnum, predikað og tekið í hendur á mektarmönnum, íslenskum og erlendum.  Þrír biskupar hafa vitað um málið og kirkjan er í mikilli vörn vegna þeirra mistaka sem gerð hafa verið. DV fjallar nú um syndir kirkjunnar. Þetta mál og önnur sýna vel hvernig kirkjan hefur síendurtekið brugðist skyldu sinni gagnvart skjólstæðingum, sópað undir teppið, falið og neitað að horfast í augu vandamál sem upp koma. Þess í stað er gerendum hampað eins og mál Þóris Stephensen, sýnir glöggt. Alvarleg kynferðisbrot Þóris eru ekki aðalatriðið í umfjöllun DV þótt ekki verði hjá því komist að fjalla um þau brot sem hann viðurkenndi á umdeildum sáttafundi.

Þetta er brot úr ítarlegri umfjöllun um syndir kirkjunnar í helgarblaði DV.

Fólk hrætt við að tjá sig

Eins og kom fram fyrr í greininni var Þórir með predikun á uppstigningardag í Breiðholtskirkju og var þeirri messu útvarpað á Rás 1. Í predikun sinni talaði Þórir um gullnu regluna úr fjallræðunni og mikilvægi hennar. „Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra,“ sagði Þórir. Hann talaði einnig mikið um ábyrgð kristins manns ásamt því að segja: „En hvar er kirkjan? Þú ert kirkjan. Ég er kirkjan. Hún er samfélag allra sem þrá fegurra líf í heimi er lítur á gullnu regluna sem meginþátt mennskunnar.“

DV hafði samband við séra Magnús Björn Björnsson, sóknarprest í Breiðholtskirkju, til að spyrja hver hefði ákveðið að Þórir predikaði á uppstigningardag, sem yrði svo útvarpað í útvarpi allra landsmanna. „Það kom þannig til að Ellimálanefnd þjóðkirkjunnar sér um þá messu ár hvert. Á hverju ári eru eldri prestar fengnir til að predika. Þetta árið var ákveðið að fá Þóri Stephensen. Nefndin kom að máli við Þóri Stephensen og hann brást vel við því boði.“ Séra Magnús Björn Björnsson er formaður nefndarinnar og í henni situr meðal annars Ragnheiður Sverrisdóttir djákni, fulltrúi á kærleiksþjónustusviði Biskupsstofu.

Aðspurður hver hafi átt hugmyndina um að Þórir yrði með predikun þetta árið, segir Björn: „Er það … bíddu … Skiptir það máli? Það hafa margir prestar í gegnum tíðina predikað og hann er bara einn af mörgum prestum sem eru ernir og flottir. Hann kom bara upp í umræðunni á fundinum.“

Aðspurður hvort hann hafi vitað af brotum Þóris þegar hann bauð honum að predika, sagði Magnús: „Nei, ég vissi það ekki.

Við fengum ekkert að vita um þetta og gátum ekki á neinn hátt brugðist við þessum málum þegar hann samþykkti beiðni okkar,“ sagði Magnús.

„Ég vissi þetta ekki og nefndarmenn vissu þetta ekki. Ég hafði ekkert í höndunum og get ekki brugðist við. Við vorum ekki látin vita. Hefðum við vitað þetta hefðum við brugðist allt öðruvísi við,“ sagði séra Magnús Björn.

„Hvað eru eru mörg ár síðan þetta gerðist?“ spyr Magnús Björn. Blaðamaður gat ekki haldið aftur á sér og segir: „Með fullri virðingu skiptir það einhverju máli hve langt er síðan hann braut á tíu ára gamalli stelpu?“ Séra Magnúsi Birni var augljóslega brugðið við spurningu blaðamanns og skipti um umræðuefni.

Innan Þjóðkirkjunnar er starfandi fagráð um meðferð kynferðisbrota og á heimasíðu kirkjunnar segir: „Ef þú vilt leggja fram kvörtun vegna kynferðisbrots/áreitni af hálfu starfsmanns Þjóðkirkjunnar skaltu setja þig í samband við fulltrúa í fagráði um meðferð kynferðisbrota innan íslensku þjóðkirkjunnar. Fagráð virkjar talsmann sem á fund með þér (meintum þolanda) og leiðbeinir um framhald mála í samvinnu við fagráð. Ef mál varðar barn skal því tafarlaust vísað til barnaverndarnefndar og biskupi gert kunnugt um málið.“

DV hafði samband við formann fagráðs um meðferð kynferðisbrota innan Þjóðkirkjunnar en hann gat ekki tjáð sig vegna persónulegra mála sem voru í gangi hjá honum og benti blaðamanni á að hafa samband við Gunnar Rúnar Mattíasson, fyrrverandi formann nefndarinnar. DV hafði þá samband við Gunnar en hann sagðist því miður ekki getað tjáð sig um málið þar sem hann væri ekki starfandi formaður lengur. DV reyndi þá að ná sambandi við Höllu Bachman Ólafsdóttur, nefndarmann fagráðs, á vinnustað hennar en var tjáð að hún vildi ekki ræða við DV.

DV hefur unnið að þessu í langan tíma og hafa margir innan kirkjunnar verið hræddir við að tjá sig um það ákveðna mál sem tengist brotum Þóris og stöðu hans innan kirkjunnar. Samkvæmt heimildum DV eru margir innan Þjóðkirkjunnar ósáttir við úrvinnslu biskups á þessu máli og hafa margir sagt að það væri mögulega kominn tími til að skipta um biskup hjá Þjóðkirkjunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn
Fréttir
Í gær

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks