fbpx
Föstudagur 22.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Bubbi þakkar heilbrigðisstarfsfólki: „Fullt af kærleika og umhyggju þrátt fyrir fjársvelti og oft á tíðum ómanneskjulegt álag“

Óðinn Svan Óðinsson
Mánudaginn 20. ágúst 2018 13:54

Bubbi Morthens

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og fjölmiðlar hafa greint frá var tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens lagður inn á Landspítalann um helgina eftir að slagæð fór í sundur í nefi. Bubbi þurfti að gangast undir aðgerð sem fólst í því að stöðva blæðinguna. Bubbi tjáir sig um atvikið í færslu á Facebook í dag þar sem hann hrósar starfsmönnum Landspítalans.

„Allt gekk vel þessa 4 daga sem ég dvaldi á Landspítalanum og sýndi mér enn og aftur hversu ótrúlega gott starfsfólk við höfum, fullt af kærleika og umhyggju þrátt fyrir fjársvelti og oft á tíðum ómanneskjulegt álag. Læknar og sérfræðingar í fremstu röð og tæknin er orðin ótrúleg,“ skrifaði Bubbi í færslu sem lesa má í heild hér að neðan.

Til stóð að Bubbi kæmi fram á tónleikum á laugardagskvöld í Hljómskálagarðinum með hljómsveitinni Dimmu en ekkert varð af því vegna veikinda Bubba.

Hann segir næstu daga einkennast af hvíld. „Ég þarf að hvíla mig næstu daga og síðan tekur hið venjubundna líf við. Ég er ótrúlega þakklátur öllum þeim sem hafa sent mér kveðjur og synir mér að nóg er til af ást og kærleika,“ skrifar Bubbi.

Tilkynningin í heild

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Ríkið gæti þurft að greiða milljarða í bætur vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálanna

Ríkið gæti þurft að greiða milljarða í bætur vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálanna
Fréttir
Í gær

Skuggahliðar klónunar Sáms – Veit Dorrit af þessu?

Skuggahliðar klónunar Sáms – Veit Dorrit af þessu?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur segir að ungmenni sem nota rafrettur hafi flest reykt eða notað munntóbak

Guðmundur segir að ungmenni sem nota rafrettur hafi flest reykt eða notað munntóbak
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vigdís hneyksluð: „Má snerta mig svona?“

Vigdís hneyksluð: „Má snerta mig svona?“