fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fréttir

Fimm vannærðir kettlingar skildir eftir við ruslatunnur

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 19. ágúst 2018 14:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á föstudag fundust fimm vannærðir kettlingar í pappakassa við ruslatunnur á Suðurnesjum. Læðan, móðir þeirra, fannst skammt frá pappakassanum. Köttunum var bjargað í Kattholt þar sem þeir tóku hraustlega til matar síns.

Mikill fjöldi villtra og yfirgefinna katta er hýstur í Kattholti og fólki gefst kostur á að taka að sér ketti þaðan. Í Facebook-færslu Kattholts um kettina sex sem bjargað var á föstudag segir orðrétt:

Í dag komu yfirgefnir og vannærðir kettir í Kattholt, læða með fimm kettlinga. Kettlingarnir fundust í pappakassa við ruslatunnur á Suðurnesjum. Læðan fannst skammt frá kassanum. Kettirnir voru sársvangir og tóku hraustlega til matar síns við komu í athvarfið. Kettlingarnir eru smáir miðað við aldur og munu þurfa að fá aukalega pela til að byrja með.

Facebook-síða Kattholts

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Hefur áhyggjur af orðspori landsins og vill að ríkið grípi inn í: „Skólabókardæmi um misbeitingu á verkfallsréttinum“

Hefur áhyggjur af orðspori landsins og vill að ríkið grípi inn í: „Skólabókardæmi um misbeitingu á verkfallsréttinum“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“