fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fréttir

Fékkst þú reikning í heimabankann þinn í morgun? Þetta eru mennirnir sem stýra dularfulla góðgerðafélaginu

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 8. ágúst 2018 15:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undanfarna daga hefur félag sem gengur undir nafninu Flóttamenn án landamæra sent frá sér valgreiðsluseðla í heimabanka þar sem fólki gefst kostur á að styrkja félagið um rúmar 2.000 krónur. Engar upplýsingar eru til um félagið á internetinu og Rauði Krossinn kannast ekki við félagið. 

 

Sigurður Brynjar Guðlaugsson er samkvæmt vefsíðu Ríkisskattstjóra skráður stjórnarformaður samtakanna. Sigurður hlaut sjö mánaða langt fangelsi árið 2016 fyrir að aka í þrígang án ökuréttinda. Sigurður tók við formennsku fyrr á þessu ári.

Félagið var stofnað þann 15. júní 2017

Í lok maí á þessu ári voru svo gerðar breytingar á félaginu en þá komu þeir Grétar Sigurðarson, Alexander Kjartansson og Vignir Þór Þórsson inn í félagið. Grétar vildi lítið kannast við félagið þegar DV ræddi við hann í dag, þrátt fyrir að vera skráður í stjórn félagsins sem meðstjórnandi kvaðst Grétar ekkert vita um félagið. „Ég er bara varamaður í stjórn þessa félags og veit ekkert um þetta. Hef ekki einu sinni atkvæðarétt,“ sagði Grétar í samtali við DV. Grétar tók sæti í stjórn félaginu í vor og má sjá undirskrift hans á þeim gögnum sem DV hefur undir höndum og þvertók fyrir að tjá sig um félagið eða tilgang þess sem nú hefur sent valreikninga á fjölda manns þar á meðal nokkra blaðamenn DV.

Grétar Sigurðsson hlaut tveggja og hálfs árs dóm fyrir aðild sína að líkfundarmálinu svokallaða árið 2005. Í því máli var hann sakfelldur fyrir innflutning á rúmlega 220 grömmum af amfetamíni sem Litháinn Vaidas Jucsevisius tók að sér að koma með hingað til lands. Hann lést skömmu eftir komuna til landsins eftir að pakkningar utan um fíkniefnin sprungu. Grétar, ásamt tveimur öðrum mönnum létu hjá líða að koma honum til aðstoðar og eftir að hann lést komu þeir líkinu fyrir í Neskaupstaðarhöfn.

Brynhildur Bolladóttir, upplýsingafulltrúi Rauða Krossins kannaðist ekki við félagið. „Við vitum ekkert um þetta félag,“ sagði Brynhildur í samtali við DV. Hún vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Sema Erla Serdar, Framkvæmdarstjóri hjá Solaris – hjálparsamtökum fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi tekur í sama streng. „Ég hef aldrei heyrt um þessi samtök,“ segir Sema í samtali við DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

María Sigrún fær uppreist æru – Fréttaskýringin sem var stöðvuð verður sýnd á mánudaginn

María Sigrún fær uppreist æru – Fréttaskýringin sem var stöðvuð verður sýnd á mánudaginn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Theodór: Átakanlegt að horfa á lítil börn fá kíghósta – „Eiginlega bara hósta þangað til þau blána og missa meðvitund“ 

Theodór: Átakanlegt að horfa á lítil börn fá kíghósta – „Eiginlega bara hósta þangað til þau blána og missa meðvitund“ 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vaxandi reiði meðal íbúa Gaza í garð Hamas

Vaxandi reiði meðal íbúa Gaza í garð Hamas
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Land heldur áfram að rísa í Svartsengi

Land heldur áfram að rísa í Svartsengi