fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
FókusFréttir

Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt ekki að kaupa gjafabréf hjá flugfélögunum

Auður Ösp
Miðvikudaginn 11. júlí 2018 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Neytendasamtökin hafa í gegnum tíðina gagnrýnt skamman gildistíma gjafabréfa, en samtökin telja eðlilegt að gildistími þeirra sé fjögur ár, sem er almennur fyrningarfrestur á kröfum. Þau gjafabréf sem langmest er kvartað yfir eru gafabréf flugfélaga en allt of algengt er að gildistími þeirra renni út áður en eigandinn nær að nýta sér inneignina.

Í tilkynningu frá Neytendasamtökunum kemur fram að gildistími fluggjafabréfanna sé afar stuttur. Hjá Icelandair er hann tvö ár, en hjá WOW air aðeins eitt ár og ekki nóg með það heldur þarf eigandi bréfsins að vera búinn að fara í ferðina innan ársins.

Samkvæmt þeim kvörtunum sem samtökunum berast vegna gjafabréfa WOW air hefur hins vegar verið lítill vilji til að framlengja gildistímann. Neytendasamtökin hvetja WOW air til að leysa úr þeim gjafabréfamálum sem út af standa enda skilmálar gjafabréfanna beinlínis ósanngjarnir.

Fyrirtæki sem selja gjafabréf hafa fengið fjármagn inn í reksturinn og í raun mætti í þessu sambandi tala um vaxtalaust lán. Það er því í hæsta máta óeðlilegt að inneignin fyrnist án þess að neytandinn hafi nokkuð um það að segja.

Fram kemur að WOW air hafi hætt sölu á gjafabréfum eftir að Neytendasamtökin sendu félaginu erindi og fóru fram á að gildistíminn yrði lengdur. Enn berast þó kvartanir enda eflaust töluvert magn af gjafabréfum enn í umferð. Kvartanir berast einnig vegna gjafabréfa Icelandair en þær eru færri enda gildistíminn aðeins lengri. Icelandair er  einnig hvatt til að leysa úr málum sinna viðskiptavina og að lengja gildistíma gjafabréfa í fjögur ár.

„Í ljósi fjölda kvartana geta Neytendasamtökin ekki ráðlagt fólki að kaupa gjafabréf flugfélaga þótt hugurinn sé góður. Þá telja samtökin að fyrirtæki sem ekki treysta sér til að hafa sanngjarnan gildistíma á gjafabréfum ættu að sleppa því að selja slík bréf.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Rússar sækja fram á meðan Úkraínumenn bíða eftir vopnum

Rússar sækja fram á meðan Úkraínumenn bíða eftir vopnum
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Nuddstofa Mariu býður upp á eistnanudd – „Þetta er alveg eðlilegt, ég þurrka þetta bara og spyr hvort allt sé í lagi“

Nuddstofa Mariu býður upp á eistnanudd – „Þetta er alveg eðlilegt, ég þurrka þetta bara og spyr hvort allt sé í lagi“
Fréttir
Í gær

Til skoðunar að sekta ökumenn á nagladekkjum í vikunni – Getur reynst ökumönnum dýrt

Til skoðunar að sekta ökumenn á nagladekkjum í vikunni – Getur reynst ökumönnum dýrt
Fréttir
Í gær

Lesendur hafa talað: Þetta voru sigurvegarar kappræðnanna

Lesendur hafa talað: Þetta voru sigurvegarar kappræðnanna