fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fréttir

Tæplega 4.000 sóttu um skólavist í fram­halds­skólum landsins – Þetta eru vinsælustu skólarnir

Óðinn Svan Óðinsson
Mánudaginn 18. júní 2018 21:00

Menntaskólinn við Hamrahlíð Mynd-mh.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alls sóttu 3.930 nemendur um skólavist í framhaldsskólum landsins fyrir næstu önn en níu af hverjum tíu nemendum sem skráðu sig í framhaldsskóla komust inn í þá skóla sem þeir vildu helst. Frá þessu er greint á veg Menntamálastofnunnar.

Líkt og undanfarin ár gafst nemendum kostur á að sækja um tvo skóla og fengu 89% umsækjenda skólavist í þeim skóla sem þeir völdu sér í fyrsta vali. Alls fengu 9% nemenda skólavist í þeim skóla sem þeir völdu sér í öðru vali. 65 nemendur fengu ekki skólavist í þeim skólum sem þeir höfðu óskað eftir og sá Menntamálastofnun um að útvega þeim skólavist í þriðja skóla.

Flestar umsóknir bárust til Verslunarskóli Íslands, Menntaskólans við Hamrahlíð og Menntaskólans við Sund þetta árið. Flestir nemendur sóttust eftir því að komast inn á bóknáms- eða listnámsbrautir til stúdentsprófs eða 69% þeirra sem sóttu um. Um 16% nemenda innrituðust á verk- eða starfsnámsbrautir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Hefur áhyggjur af orðspori landsins og vill að ríkið grípi inn í: „Skólabókardæmi um misbeitingu á verkfallsréttinum“

Hefur áhyggjur af orðspori landsins og vill að ríkið grípi inn í: „Skólabókardæmi um misbeitingu á verkfallsréttinum“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“