fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Fréttir

Allt brotið og bramlað í bústaðnum hans Valgeirs: „Handviss um að þetta sé persónulegt“

Tómas Valgeirsson
Fimmtudaginn 14. júní 2018 14:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sumarbústaður á Borgarnesi í eigu Valgeirs Reynissonar var lagður í rúst á dögunum. Bústaðurinn var glænýr og í raun ófullbúinn að sögn Valgeirs. Hann hafði unnið í smíðunum í dágóðan tíma og var kominn langt á leið, en segir hann nú að skemmdirnar flytji framkvæmdirnar aftur á byrjunarreit og þykir honum það miður. Hjólhýsi Valgeirs, sem stóð á lóðinni, var einnig lagt í rúst.

„Það er búið að brjóta, bramla og eyðileggja allt. Gjörsamlega allt,“ segir Valgeir, sem hefur kært málið til lögreglu og vinnur hörðum höndum að komast til botns í málinu. Bætir hann við að þetta hafi komið móður sinni á óvart, en hún var á leið í bústaðinn ásamt eiginmanni sínum þegar skemmdirnar uppgötvuðust.

Peningaverðlaun í boði

„Ég var erlendis þegar þetta átti sér stað, en þau komu að staðnum síðustu helgi og voru vel skelkuð,“ segir hann og tekur fram að hann sé óviss um hvort sambærileg tilfelli hafi átt sér stað í grendinni, þó aldrei sé að vita hver verður næstur þegar svona kemur upp.

Valgeir birti ljósmyndir af skemmdunum á Facebook-síðu sinni og tekur þar fram að peningaverðlaun eru í boði þeim sem vita nánar um málið. Þó gruni hann tvo tiltekna aðila sem hann þekkir til og er handviss um að málið sé persónulegt.

Neðangreindar myndir eru birtar með leyfi Valgeirs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Einn forsetaframbjóðandi gæti bæst við

Einn forsetaframbjóðandi gæti bæst við
Fréttir
Í gær

Mögulega ósakhæfur maður ákærður fyrir mjög gróf kynferðisbrot

Mögulega ósakhæfur maður ákærður fyrir mjög gróf kynferðisbrot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karlmaður á fimmtugsaldri úrskurðaður í fjögurra vikna síbrotagæslu

Karlmaður á fimmtugsaldri úrskurðaður í fjögurra vikna síbrotagæslu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Víetnamski athafnamaðurinn Quang Le fórnarlamb hakkara – Dreifa einkaskilaboðum hans og þar á meðal rassamyndum úr World Class

Víetnamski athafnamaðurinn Quang Le fórnarlamb hakkara – Dreifa einkaskilaboðum hans og þar á meðal rassamyndum úr World Class
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“