fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Stefán opnar sig um gleymdu börnin á Íslandi – „Hvað verður um hin 37 börnin?“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 6. júní 2018 09:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Í dag fá einungis eitt til þrjú börn á Íslandi, af fjörutíu, greiningu og skammtímaendurhæfingu, brotabrot af þeim börnum sem þurfa á meðferð að halda,“ segir Stefán John Stefánsson, verkefnastjóri Hugarfars, í grein í Fréttablaðinu í dag.

Þar skrifar Stefán um heilaskaða og bendir á að á Vesturlöndum sé heilaskaði talinn ein helsta ástæðan fyrir heilsufarsvandamálum hjá börnum, unglingum og ungu fólki á fullorðinsaldri.

Lenti í vinnuslysi

Stefán þekkir þetta viðfangsefni vel en hann lenti í alvarlegu vinnuslysi fyrir tveimur árum. Hann hlaut heilaskaða í slysinu og hefur þjáðst af minnisleysi og vitrænni skerðingu eftir það.

Hann bendir á í grein sinni að í dag séu greind hér á landi yfir 500 börn með heilaáverka og 200 af þeim eru börn á aldrinum 0-4 ára.

„Af þessum tölum má dæma að 40 börn og unglingar muni þurfa að takast á við alvarlegar afleiðingar heilaskaða til lengri tíma og oft á tíðum fram á fullorðinsár. Þessi börn þurfa á sérhæfðri endurhæfingu að halda til að lágmarka afleiðingar heilaskaða en því miður eru slík úrræði ekki í boði í heilbrigðiskerfinu.“

„Jú, þau gleymast“

Stefán segir að í dag sé staðan þannig að einungis eitt til þrjú börn á Íslandi, af fjörutíu, fái greiningu og skammtímaendurhæfingu, eða brotabrot af þeim börnum sem þurfa á meðferð að halda.

„Afleiðingar heilaskaða í æsku koma oft ekki að fullu fram fyrr en við fullorðinsárin þegar þessir einstaklingar fara að reyna að standa á eigin fótum í lífinu. Heilaskaði er fötlun sem hefur vitsmunaleg og líkamleg áhrif á einstaklinginn,“ segir Stefán sem spyr síðan í grein sinni:

„Hvað verður um hin 37 börnin? Jú, þau gleymast. Á hverju ári má gera ráð fyrir því að um 37 börn sem ekki hljóta viðeigandi meðferð verði út undan og að náms- og félagsfærni þeirra hraki.“

Hann segir svo að mörg þessara barna fái ranglega greiningu um ADHD eða einhverfu og af þeim sökum fái þau ranga meðferð og jafnvel röng lyf. Og þó svo að einkennin séu svipuð er um ólíka hluti að ræða sem þarfnast ólíkrar meðferðar.

Stefán segir að mikið sé í húfi og nauðsynlegt að sinna þessum gleymdu börnum svo þau fái tækifæri til að taka þátt í samfélaginu sem virkir einstaklingar.

„Heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, hefur nú skipað starfshóp sem fer vandlega yfir stöðu fólks með ákominn heilaskaða og þar með talið börnin okkar. Sérhæfð íhlutun er ekki til staðar á Íslandi og úr því þarf sannarlega að bæta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Lögregla hafði afskipti af manni með leiðindi á spítala

Lögregla hafði afskipti af manni með leiðindi á spítala
Fréttir
Í gær

Ólga í sjónvarpsgeiranum: Missir verkefni til bróður síns sem er kærður fyrir kynferðisbrot gegn dóttur hans

Ólga í sjónvarpsgeiranum: Missir verkefni til bróður síns sem er kærður fyrir kynferðisbrot gegn dóttur hans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“